Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 39
- 153 -
atkvæði og ráðum, að koma þeim á, og bera þann kostn-
að, sem af þeim leiðir.
Engu verður spáð um það, hve búum getur fjölgað á
þennan hátt, því þessi leið kemur helzt til greina þar sem
börn eða ættingjar reisa bú í skjóli foreldra sinna eða
vandamanna, og tekur því tiltölulega lítið tillit til jarðar-
magns, eða ræktunarskilyrða.
Annað ytra skilyrði, sem oft verður til þess, að fleirbyli
verður á jörðum, er það, ef þær eru tveggja eða fleiri
manna eign, að þá býr hver á sínum hluta, eða þá leigir
hann sérstaklega. Vilja þá oft koma skýrast í ljós ann-
markar þeir, sem ég tók fram áður að sköðuðu jörðina
sem heild, og liggur nærri að álykta, að þá myndi heilla-
vænlegra, að færast nær þriðju leiðinni, er ég nefndi: að
skifta jörðinni í tvær jarðir, eða fleiri, með sérstökum húsa-
kynnum og landsnytjum öllum. Petta gæti þá orðið eins
og vísir til »þorps« að útlendum sið, þvf ég geri ráð fyrir,
að ekki yrði hús flutt af hinu upphaflega túni, þó sérstök
yrði, því þar sem um jafn réttháa aðila er að ræða, mundi
enginn vilja víkja af heimatorfunni, nema gegn skaðabótum.
Annað mál er það, að þessi leið gæti komið fyllilega til
greina, þar sem stór og landrúm jörð kæmi í arf eða eign
tveggja eða fleiri persóna, er allar vildu fá hana til ábúðar.
Venjulegasta leiðin hefir þá verið að búa í fleirbýli á sama
stað, en það virðist vel geta komið til mála, að flytja einhver
húsakynnin þangað, sem túnstæði og önnur skilyrði, eru
góð f landareigninni, því þá mætti vel verða meira gagn
að útbeit og öðrum landsnytjum. Yrði þá að sjálfsögðu um
nýja jörð eða jarðir að ræða, með sérstökum landamerkj-
um, nafni o. s. frv.
Hér yrði það vitanlega að vera samningsmál, hver hefði
heimajörðina til ábúðar, nema svo sé, að það hafi verið
fyrirfram ákvarðað. Á hana legðist að sjálfsögðu gjaldakvöð,
ef um jafna aðila væri að ræða, til að jafna upp aðstöðu-
mismun hinna.
Þó að býli þau, sem á þenna hátt kynnu að rísa upp,
ætti með réttu nafnið nýbýli, þá hefi ég þó kosið, að nota