Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 54
168 -
ugt verið notuð til flutninga, og það eins eftir að eimskip-
in voru orðin algeng. Seglskipin stóðust víða samkepni
þeirra. Og síðan mótorar náðu þeirri fullkomnun, sem orð-
in er á bygging þeirra síðustu árin, hefir seglskipum með
hjálparmótorum víða tekist að verða hlutskarpari i því að
flytja ódýrt en eimskipin.
Mótorar af nýjustu gerð eru svo eldsneytissparir, að þeir
komast af með tvo til þrjá aura á hvert hestafl á einni
klukkustund — í stað þess, sem eimskip þurfa alt að tíu
aurum á hestaflið sömu tímalengd. Auk þess eru mótor-
arnir sjálfir ódýrari en gufuvélar og taka minna rúm í skipi;
og að síðustu þarf eldsneyti þeirra minna rúm í skipi en
kolin. Sést þetta bezt á því, að stærstu mótorskipin, sem
til eru, geta farið kringum jörðina, með því að nota aðeins
þann olíuforða, sem kemst fyrir á milli ytri og innri klæðn-
ingar á kyli (botni) skipsins. En fyrir það rúm, sem þann-
ig sparast, má flytja meira af vörum.
Skip, sem hentugust væri til flutninga hér með strönd-
um fram, mætti vera alt að 250 — 300 smálestir að farm-
rúmi, og gæti flutningur með þeim orðið mjög ódýr á
hverja smálest. Slík skip kosta í útgerð fyrir hvern dag
miklu minna en stærri skip, og auk þess er sennilegt, að
þau gæti komizt hjá töfum og óþægindum, sem fylgja
stærri skipum. Pau gætu víða legið inni á betra skipalagi,
svo sem á Pórshöfn og Raufarhöfn, og það jafnvel við
bryggjur, sem stærri og djúpskreiðari skip komast eigi að.
Á öðrum stöðum gæti þau legið nær landi. Og á smærri
skipum fer miklu minni tími í að sigla inn á hafnir, leggj-
ast, létta atkerum o. s. frv. Ennfremur má taka það til
greina, að þegar aðstaðan af þessum ástæðum verður betri
við upp- og framskipun, þá veröur hún ódýrari, og spar-
ast hlutaðeigendum þar peningar.
MótOrskip, af áðurnefndri stærð, eru líklega ekki fáanleg
nú eða fyrst um sinn, nema í Norvegi eða Svíþjóð, og
eru þau vafalaust dýr. Reynist þau ókaupandi þaðan, þá
virðist eigi frágangssök að nota minni skip, sem verða
bygð innanlands. í Reykjavík eru nú búin til eitthundrað