Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 91
Neistar.
i.
Menn, peningar, land.
Nýjustu hagskýrslur fyrir Winnipeg sýna, að iandið, sem
borgin stendur á, hefir síðastliðið ár hækkað í verði um
kr. 37,000,000. Húseignirnar hafa líka aukist, en það er éft-
irtektaverður munur á þessum eignategundum.
Viiðingaverð allra húsa í borginni er hærra, sökum nýrra
bygginga. Þau hús, sem til voru í fyrra, eru minna virði
nú en þau voru fyrir ári síðan. Byggingar lækka ætíð í verði
við að eldast.
En þannig er því ekki varið með landið. Landið í Winni-
peg er ekki stærra en í fyrra, en það er eldra, en verðmæti
þess hefir aukist um 37 miljónir kr. á árinu.
Hvernig getur nú staðið á þessu?
Aðrar tölur í hagskýrslunum sýna, að íbúum Winnipeg-
borgar hefir fjölgað um næstum því 20,000.
Hvaða samband skyldi vera milli fólksfjölgunarinnar og
verðhækkunarinnar á lóðunum.
Hver áhrif á lóðaverðið heldur þú, lesari góður, að
20,000 fólksfækkun hefði haft? Hún hefði valdið yerðlækk-
un. Allir lóðaeigendur geta frætt þig á því.
Það er ákveðið samband milli fólksfjöldans og verðsins
á landinu. Skýrslurnar sýna, að hver innflytjandi eykur
verðmæti landsins í borginni um 1850 kr., en þetta verð-
mæti verður ekki hans eign.