Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 31
- 145 -
vilji þess vegna fórna allmiklu af almanna fé til að koma
samgöngunum í þetta horf.
Eitt af því, sem menn þurfa að skilja er það, að enginn
partur af árinu er »dauður« í viðskiftalegu tilliti hér á landi,
enn síður, að svo eigi að verða til frambúðar. Þjóð sem
lifir, þarf altaf að geta hreyft sig, sent burtu vörur og
fengið vörur á öllum árs tímum. Um leið og tækifærið kem-
ur, skapast þörfin. Um leið og Borgfirðingar og Mýramenn
fá vikulega örugga sjóferð til Reykjavíkur, breyta margir
bændur búskaparlagi sínu til bóta og senda á öllum tímum
árs nýtt smjör, skyr og kjöt til Reykjavíkur og njóta þannig
góðs markaðs, sem aðrir Iandshlutar ekki ná til, vegna sam-
gönguleysis. Með hröðum og öruggum samgöngum, eins
og hér er lýst, mundi nýtt líf færast í þjóðina og alla at-
vinnuvegina.
Eins og mörgum mun kunnugt, er bankamálið eitt hið
þýðingarmesta mál, sem framfaramenn Iandsins hafa nú með
höndum. Rar er stefnt að því, að auka fjármagn landsins,
innan skynsamlegra takmarka, en einkum að koma betra
skipulagi á meðýerð þess fjár, sem í veltu getur verið í land-
inu. Nú kemur það mest að notum kaupmönnum og þeim,
sem reka útgerð í stórum stíl, en ræktun landsins er höfð
útundan. Vafalaust geta bændur mikið gert til að breyta
þessu, með pólitískum samtökum. En altaf verður það þó
aðalatriði hverjum þeim atvinnuvegi, sem vill eiga greiðan
aðgang að rekstursfé bankanna, að vörurnar, sem framleidd-
ar eru, komist ýljótt og örugglega á markaðinn. En úr þessu
verður ekki bætt, að því er landbúnaðinn snertir, nema með
miklum samgöngubótum.
Til að skiija betur, hve mikla þýðingu strandferðakerfi
þetta mundi hafa, vil eg nefna tvö héruð á Norðurlandi,
Skagafjörð og Eyjafjörð. í báðum þessum sýslum er unt
með tiltölulega litlum kostnaði að auka grasræktina stór-
kostlega með áveitum. En vegna ónógra afrjetta getur sauð-
fénu eða hrossum ekki fjölgað ýkjamikið, svo að hagur sé
að. Rar hlýtur því í framtíðinni að verða mikil kúarækt og
9