Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 79
Póstsambönd.
í manneðlinu er falinn vísir til félagslyndis, þrátt fyrir allt.
Peir, sem gjörast einsetumenn, af frjálsum vilja, munu opt-
ast vera annaðhvort sjálfspyndinga menn eða sjúkir. Jafnvel
heimiliseinangrun þola fáir til lengdar. í strjálbýli fá menn
opt að vita, hvað það er, að vera einangraður frá umheim-
inum 2 — 3 — 4 vikur í röð. Sú einangrun legst einsogmar-
tröð á flesta. Sá sem þetta ritar, unir mörgum betur við
einangrun og dagdrauma, en hefir opt og ónotalega fengið
að kenna á því, að koma úr einangruninni, eins og álfur
úr hól, og fá í fyrsta sinni þær fregnir, sem aðrir telja lítið
yngri en syndafallssöguna, eða geta ekki fylgst með eða
skilið viðræður sveitunga sinna, frekar en kínversku, af því
hann er orðinn á eptir tímanum.
Mannkynið er óðum að verða að einni lífrænni heild,
þótt skipulagið sé meingallað enn, og mjög ófullkomið á
mörgum sviðum. Menningar straumarnir berast — eða eiga
að berast—frá einum til allra og frá öllum til eins í siðuð-
um heimi, og hverjum þeim einstaklingi, sem ekki finnur
sífelt skella á sér straumöldur frá hjartaslögum mannlífsins
í umheiminum, finnst hann vera útlagi á fjöllum eða álfur
í hól; þess vegna — meðfram — sækja menn úr strjálbýli í
þéttbýli, og úr sveitum í kaupstaði. Að vísu er hver höndin
upp á móti annari, víða í mannheimi, og ber þar margur
»blátt auga og brotið nef«. Á því sést barnaskapurinn, við-
vaningshátturinn og skipulagsgallarnir. En hvað um það.
Karlinn vantar nöldrið sitt, þegar kérlingin er dauð, og
12