Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 71
185 -
Ijósgjafans og samböndin í náttúrunni, örfast þeir til að
vinna að samskonar áhrifum sín á meðal. — Peir ganga í
lið með Ijósinu á þeim tírna, er það fær eigi reist rönd við
myrkrinu.
Vitar brenna á skerjum og andnesjum og senda geisla
sína út yfir boðana, þar sem dauðinn blæs í kaun, og leiða
menn heila í höfn. — En þeir vitar lýsa þjóðunum eigi i
höfn á öllum sviðum. Og hvar eru þeir, sem vekja þær og
leiða, eins og sólin náttúruna?
* *
*
Pegar lát Benjamíns Franklíns fréttist til Parísar, mælti
þingskörungurinn frægi Mírabeau i ræðu: »Andi sá, sem
gaf vésturálfunni frelsi, en helti ljósgeislum yfir alla Norð-
urálfuna — hann er snúinn aftur í guðdómsins skaut.«
— Einveldið var búið að leggja að í hlóðunum á Frakk-
landi og víðar. Lykillinn að því — fyrsti frelsisneistinn,
»sem Evrópu hleypti í Ioga« Og kveikti hið mikla bál,
stjórnarbyltinguna — kom vestan um haf. Saga hinnar
pólitísku frelsisbaráttu á 19. öldinni var ein sigurför vest-
ræna vitans.
Hér er ekki rúm til að rekja hina stjórnarfarslegu þróun-
arsögu 19. aldarinnar. En henni mun nú svo langt komið,
að óhætt er að fullyrða, að hún hafi eigi ráð á þeim ljós-
um, sem út af fyrir sig geta leitt þjóðirnar fram hjá boð-
unum — í höfn. * Ljós, sem bæti úr þörfunum og útiloki
misréttinn í mannfélaginu.
* *
*
Fyr og síðar hafa risiö upp menn, sem héldu fána rétt-
lætisins hátt í lofti, og töldu almennan jöfnuð siðt'erðislegan
og réttarfarslegan grundvöll alls félagslífs. Og jöfnuð og
* Þó það væri viðurkent á þingi Frakka í stjórnarbyltingunni, að lít-
ilsvirðing fyrir almennum mannréttindum væri meinsemdin í stjórn-
arfarinu og félagslífinu, hefir eigi tekist að bæta úr því með neinum
stjórnarformum, og mikill meirihluti manna er eftir sem áður ger-
sneyddur réttindum.