Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 86
- 200
hugmynd um kostnaðinn við landpóstferðirnar. Eg geri
ráð fyrir 20 pósthéruðum á landinu, með fyrirkomulagi
svipuðu því, sem eg hefi lýst. í einhverjum héruðunum,
þar sem vegi vantar, yrði máske að flytja póstflutning á
hesti frá höfn til miðstöðvar allt árið fyrst um sinn, og
víða að vetrinum, þegar snjór er djúpur. Annars mundu
bifreiðar reynast hentugastar til þess, enda er útlit fyrir, áð
ekki skorti bifreiðar hér á landi, þegar vegirnir eru komnir.
Bifreiðarnar mundu að jafnaði hafa annað að flytja, og
gætu bætt á sig póstflutningi fyrir lítilsháttar styrk. Mundi
sá styrkur ekki nema mörgum þúsundum kr. árlega á öllu
landinu. Aðalkostnaðarliðurinn yrði þá póstferðir frá mið-
stöð út í sveitirnar. Eg geri ráð fyrir 200 slíkum póstum á
öllu landinu, yrðu þó að líkindum nokkru færri. Að sum-
arlagi og í góðu færi á veturna mundu þeir hafa hest, og
reiða póstflutninginn í tösku fyrir aptan sig eða á bakinu
eða hvorttveggja. Með vegunum koma reiðhjól og bifreiðar
smátt og smátt. í ófærð að vetrinum mundu þeir ganga á
skíðum og draga skíðasleða, ef taskan á bakinu hrykki
ekki. Kaupið yrði misjafnt, því að sumir þyrftu að fara
tveggja tíma ferð, en aðrir dagleið. Eg geri ráð fyrir 5 kr.
fyrir ferð til jafnaðar. * Pað verða 1000 kr. á viku, eða
52,000 kr. á ári, á öllu landinu. Ef eg set flutning frá höfn
til miðstöðvar á 8000 kr., sem sjálfsagt er óþarflega hátt,
verða það til samans 60,000 kr. Petta ætti póstsjóður (lands-
sjóður) að borga, enda er það sama upphæðin, sem nú er
áætluð í fjárlögum til póstferða á landi. Þetta fyrirkomulag
kæmi alveg í stað hins gamla, nema þegar ís hindrar skipa-
göngur fyrir Norðurlandi. Pætti þá máske varlegra, aðhafa
eitthvað svipað því gamla, að grípa til. Þó mundi í flest-
um tilfellum verða unnt að kaupa menn og hesta til að
flytja póstflutning frá einu héraði til annars milii miðstöðva,
eða þá menn með sleða, auðvitað fyrir allmikið fé, en ís-
árin eru, sem betur fer, tiltölulega fá.
Póstafgreiðslumönnum eru nú ætlaðar 32,000 kr. á ári.
* Máske lielzt til lágt, en miklar líkur til að ekki þyrfti fleiri en 150
pósta, og er þá nokkuð upp á að hlaupa.