Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 51
- 165 -
mikil viðbrigði. En þá fundu Danir upp á því snjallræði,
að flytja vörur, sem til íslands áttu að fara, fyrir ekkert frá
Þýzkalandi til Danmerkur. Og fengust þær þannig fluttar
fyrir sama gjald hingað og þær, sem fóru beina leið. Var
þessu tekið feginshendi af ýmsum, og talið sönnun þess,
að samgöngur beina leið til Þýzkalands væri okkur óþarfar.
En sú raun varð á, að þvínær jafnskjótt og Þýzkalands-
ferðir »Thore« hættu, var »fríflutningurinn« danski upphaf-
inn. Og eftir það varð að sæta sömu ókjörum með vöru-
flutninga frá Þýzkalandi og áður, nema verri væri.
— í byrjun Evrópustríðsins, þegar margir tóku að ótt-
ast skort á vörum, var það ráð tekið, sem kunnugt er, að
senda skip vestur um haf eftir matvörufarmi. Undirbúning-
ur var svo lítill, að skipið hafði mjög lítið til að flytja héð-
an; og þegar kom til New-York var eftir að gera öll inn-
kaup á vörum, og tafði það ferðina mjög. Þrátt fyrir það
varð árangurinn sá, að vörur þær, sem skipið kom með,
urðu miklu ódýrari en samskonar vörur, sem um það leyti
komu frá Danmörku. Nokkur fleiri dæmi mætti telja lík
þessu, en eigi er tækifæri til þess að sinni.
Niðurstaðan af því, sem að framan er ritað, getur eigi
orðið önnur en þessi>
1. Leiðin til Danmerkur er lengri en til annara landa, sem
okkur er auðvelt að skifta við og senda skip til.
2. Þeir staðir og þjóðir, sem okkur eru nær, bjóða betri
verzlunarkjör en Danir gera eða geta gert.
Markmiðið, sem íslendingar þurfa nú að setja sér, er það
að flytja viðskiftin þaðan, sem þau nú eru, til hentugri
staða.
Og þeir staðir, sem við eigum að hafa viðskifti og sam-
göngur við, eru, að mínu áliti: Bretland, Þýzkaland, Skand-
ínavía (Norvegur og Svíþjóð) og Norður-Ameríka.
Við Bretland verður í framtíðinni að vera aðalpóst- og
fólksflutningasamband milli íslands og útlanda. Er þangað
skemst sigling, og þaðan eru beztar samgöngur við um-
heiminn. Auk þess er þar framleitt mikið af þeim vörum,
sem mest farmrými taka, t. d. kol, salt, járn. Pær vörur, er