Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 49
- 163 -
árangri, á að vera hiutverk hinna að halda áfram og efla,
sem vilja vinna landi og þjóð til gagns og heiðurs. Fyrir
rás viðburðanna hefir mörgum orðið það Ijósara nú en
áður í hverju okkur er mest áfátt og brýnust endurbóta-
þörfin. Ætti menn því að láta sér vítin að varnaði verða,
og leyfa eigi áhugaleysi og tómlæti lengur yfirráðin í þjóð-
lífinu, heldur gefa sig með meira kappi en nokkru sinni
áður, að þýðingarmestu landsmálum: endurbótum á verzl-
un landsins og samgöngum við önnur lönd.
Eins og öllum er kunnugt, hafa verzlunarviðskifti íslands
í langa tíð verið helzt við Danmörku, og svo er að mestu
enn í dag. Þó að landsmönnum hafi nú í rúmlega hálfa
öld verið frjálst að verzla við allar þjóðir — þá er samt
eigi orðin meiri breyting á viðskiftunum en svo, að samkvæmt
síðustu verzlunarskýrslum hefir 6,359,628 kr. af aðkeyptum
vörum komið frá Danmörku og 7,403,917 kr. af útfluttum
vörum farið þangað.
Við þetta væri nú ekkert að athuga, ef viðskifti við Dani
væri okkur yfir höfuð eins hagfeld og viðskifti við aðra.
En með því að athuga málavexti, hlýtur niðurstaðan að
verða mjög á aðra leið.
— — Hið fyrsta, sem verður fyrir manni við athugun
þessa máls, er það, að leiðin til Danmerkur (Kaupmanna-
hafnar) er miklum mun lengri en til verzlunarborga í
Norvegi, Pýzkalandi og einkum Bretlandi, sem að öllu
leyti gæti haft við okkur sömu viðskifti og Kaupmanna-
höfn.
Verður að skýra þetta nokkru nánar.
— í áætlunum þeirra skipa, sem nú ganga milli Islands
og Danmerkur, en hafa viðkomustað í Skotlandi (Leith),
má sjá, að skipunum eru að jafnaði ætlaðir fjórir dagar frá
Léith til Kaupmannahafnar, og sami tími frá Kaupmanna-
höfn til Leith. Nemur þessi tími og töf svo miklu, að skip,
sem væri laus við hana, gæti bætt við sig mörgum milli-
landaferðum árlega; og þá annaðhvort haft meiri ágóða af
ferðunum, eða fært niður fargjöld og farmgjöld.
10*