Réttur


Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 16

Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 16
- 130 - einkum tekin til greina þrjú atriði: vöruflutningur, mann- flutningur og póstflutningur. Á landi flytja menn víðast allan varning á hestbaki, sökum vegleysis, alveg eins og forfeður okkar gerðu fyrir þúsund árum. Samgöngurnar á sjó eru óhentugar og dýrar. Millilandaskipin koma stundum mörg saman til landsins í einu, en aðra tíma árs kemur eða fér ekkert skip vikum saman. Á sumum stöðum, t. d. í Norður-Þingeyjarsýslu, bíða bændur oft hið mesta tjón við að geta ekki fengið erlendan varning, né komið íslensku vörunni á markaðinn, þar sem hvorki millilandaskip né strandferðaskip koma þar við, þegar mest liggur á. Árið 1915 komst ullin frá Kaupfélagi Norður-Pingeyinga ekki af Kópaskeri fyr en komið var undir haust og beið héraðið tjón af því svo að skifti tugum þúsunda. Mjög oft eru einnig hin mestu vandræði þar í sýslu að koma burtu salt- ketinu á haustin og stafar það alt af sömu ástæðunni: ó- nógum og óhentugum skipaferðum. Víða annarstaðar brenn- ur hið sama við, t. d. við Húnaflóa og Breiðafjörð innan- verðan. Og um Snæfellsnes sunnanvert má óhætt fullyrða, að þar getur varla verið um verulegar framfarir að ræða, nema samgöngurnar séu stórum bættar frá því sem nú er. Hefir svo sem kunnugt er legið þar við landauðn, t. d. kringum Búðir, og eru þar þó landkostir ágætir. Um mannflutningana er hið sama að segja. Landferðir ger- ast nú sjaldgæfar nema innan héraða. Eftir því sem verð hesta hækkar, og kaupgjald verkáfólks vex, verða landferðir milli landsfjórðunga dýrari með ári hverju og varla við hæfi nema efnaðra manna. Hinsvegar fjölgar þeim árlega, sem þurfa að ferðast milli fjarlægra staða í landinu í atvinnuleit eða til skólavistar. Flestalt þetta fólk vill sæta sjóferðum. En þær eru oftast strjálar og óhentugar í meira lagi. í vet- ur sem leið liðu svo þrír mánuðir samfeldir, að engin skips- ferð varð milli Akureyrar og Reykjavíkur, og nú í vor bíður fólk hundruðum saman í sjóþorpunum víðsvegar um land og kemst ekki á þá staði, þar sem það ætlar að vinna sum- arlangt, fyr en eftir mánaðar eða sex vikna töf og óþarfan dvalarkostnað. Sjá allir hve mikið tjón landinu er, að hraust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.