Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 64
178 -
svo fáir og allir jafnfátækir, megum varla missa 10 aura
á viku til fjelagsþarfa. — Skyldi þá vera betra að koma á
samtökum, þar sem ofan á góða menn og dugandi er hlað-
ið þúsundum af ónytjungum, aðskotadýrum og öreigum,
sem ekki eiga tíl næsta máls og verða að vinna fyrir hverju
sem býðst — 10 eða jafnvel 5 aurum á klukkustund, eins
og tíðkast í flestum stórborgum. Um fátæktina skal eg geta
þess, að þeir menn, sem gáfu út Social-Demokraten árið
1875 — höfðu hvorki efni á að greiða ritlaun, né að launa
ritstjóra. Prentarasveinn, að nafni Wiinblad, skrifaði rit-
gjörðir í blaðið og setti þær á nóttunni og í frístundum
sínum, og fékk ekkert fyrir.
Ýms fyrirtæki verkamanna, sem nú eru orðin mjög stór
— hafa þeir smámjakað áfram með 10 kr. hlutabréfum og
ósérplægni einstakra ágætisdrengja, sem engan tíma né
fyrirhöfn spöruðu til þess að verða sér og félögum sínum
að sem mestu gagni.*
En fyrst það er hvorki skörtur á félagslyndi, heimsku né
féleysi, sem hrindir okkur niður i vesaldóminn fremur en
hinum — hvað í ósköpunum er það þá?
Eg fullyrði ekki að eg hitti á rétta svarið. En eg skal
segja ykkur það samt. Fyrir mér er það ekkert vafamál —
það er skortur á mentun, sem mest ber á milli — bein-
línis skortur á þekkinffu.
Talið þið við verkamenn og iðnaðarmenn í Danmörku
eða á Englandi. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna
þá menn þar, sem eru betur að sér í félagsfræði og skilja
atvinnu- og viðskiftalífið stórum betur en þeir menn flest-
ir hér á landi, sem iærðir eru kallaðir. (Einn ólærðan mann
gæti eg undanskilið, Benidikt frá Auðnum í Pingeyjarsýslu,
og fleiri samherja hans í því héraði.) Og hvernig ætti ann-
að að vera? Erlendis hafa verkamenn blöð sín og tímarit
tiltölulega góð og ódýr og fjölda smábæklinga, sem fræða
* Ennþá eru verkainenn erlendis sízt efnaðri en hér á landi. Tímalaun
svipuð, 30—40 aurar, og margt dýrara, seni kaupa þarf. Á Þýzka-
landi er svo talið að lh hluti iðnaðarmanna bragði ekki ket nema
tvisvar eða þrisvar á ári, og smér aldrei.