Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 74
188
skipulag þjóðfélögin yrði að sníða sér — menn, sem hafa
fyrir reynslu og sögulega þekkingu komið auga á úrlausn-
ir, er bætt gátu úr eymd og misfellum manna á meðal,
þeir hafa byrgt það inni með sjálfum sér, og jafnvel vilt
fyrir fjöldanum — en eigi bent á meinsemdirnar. Þeir hafa
stutt þær kenningar og stofnanir, sem unnu í öfuga átt við
almennings heill, ef þeir sáu sér eða sinni stétt hag í því,
og beitt þekkingu sinni til að notfæra sér fákænsku fjöld-
ans og trúgirni, og leitt hann sem lengst í myrkri. — Hér
á það við, sem eg sagði í byrjun greinarinnar, að kuldi og
misrjettur í mannfélaginu stafaði oft af því, að skynsemi
mannsins reyndist eðlishvötinni ótrú. Og þegar þetta voru
átrúnaðargoð og leiðarar lýðsins, var ekki að furða, þó
fjöldinn hefði sljóar skoðanir á mannfélagsmálefnum og
litla kynning af mannréttindakröfum.
— Þessi hefir oftast orðið niðurstaðap, þegar einstakir
menn og stéttir hafa haft það fyrir atvinnu og lifubrauð að
útbreiða stefnur og skoðanir. Petta á eins heima í vísinda-
heiminum og atvinnulífi þjóðanna, sem innan vébanda
kirkjufélaga og trúarbragða.
Hvers virði eru trúarbrögðin, ef þau eiga ekki að benda
á úrlausnirnar, gœta jajnaðar og greiða úr misfellum á
flestum sviðum þjóðlífsins? Notagildi þeirra fer mjög eftir
hvernig þau eru túlkuð. — Kirkjan telur það skipulag sið-
ferðislega rétt (með stuðning sínum), sem tryggir eignar-
og umráðarétt nokkurra einstaklinga á náttúrugæðum og
afnotum þeirra, hefir sjálf jafnvel gengið lengst í að ná því
úr höndum fátæklinganna. — F*etta er eigi samkvæmt neista
trparbragðanna og kenningu Krists. Það er því eigi að furða,
þó vinnulýðurinn snúi baki við kirkjunni. Hún gefur hon-
um jafna hlutdeild auðmönnununi, í vonum um gæði ann-
ars heims, en bægir frá honum réttindum og gæðum þessa
heims.
Einstöku flokkar, jafnaðarmanna, sem annara, berjast ein-
ungis fyrir réttindum vissra stétta í mannfjelaginu, án þess
að gæta þess, að skerða ekki réttindi annara. Það er og
sprottið af öfgum.