Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 7
121
IV.
Sumir fjármálamenn landsins og fylgismenn íslandsbanka
hafa töluvert gert að því, að telja mönnum trú um, að
bankinn væri nú að mestu orðinn eign íslendinga, og enn-
fremur að þjóðin hefði »lánað íslandsbankahlutabréfin (3
miljónir króna) erlendis«. F*etta er að vísu aðeins hálfur
sannleikur. Sem peningaverzlun er bankinn að mjög litlu
leyti eign íslendinga. Dönsku hluthafarnir eiga mestan gróð-
ann af rekstri hans, og einnig með seðlaútgáfuréttinum
mestan ágóða af aukningu peningaverzlunar í landinu enn
um 20 ára bil.
Hefði landið fengið lánið með venjulegum afborgunar-
skilmálum og þjóðin sjálf stofnað með því bankann og
haldið seðlaútgáfuréttinum, þá var saklaust að nefna það
lán blátt áfram, eins og hr. I. E. gerir. En vegna óbæri-
legu skilyrðanna er það óneitanlega falskt.
Þegar bankinn var stofnaður fyrir 12 árum síðan, voru
alþingismennirnir svo svartsýnir og trúlausir á fyrirtæki
og framfaramöguleika þjóðarinnar, að eigi þótti vogandi
að auka seðlaveltu Landsbankans, né efla hann, svo að
hann gæti fullnægt brýnustu þörfum og peningaeftirspurn
landsmanna.
Nú sýnir reynslan, að íslandsbanki gefum hluthöfum 6%
í hreinan ársarð af peningaverzluninni og auk þess er vara-
sjóðurinn ca. 464 þús. kr. Ennfremur eru nokkrar líkur
fyrir, að ársarðurinn muni töluvert aukast næstu árin. Pað
setti því að vera augljóst öllum þingmönnum og þjóðinni í
heild sinni, hversu áhættulítið og hagfelt það er fyrir land-
ið að eiga sjálft peningastofnanirnar og reka þær á eigin
ábyrgð.
Áður hefir verið bent á, að þjóðin væri langt komin að
því marki, að gera vöruverzlunina innlenda; næsta skrefið
er peningaverzlunin, helzta sjálfstæðis- og metnaðarmálið
er að gera tekjurnar af henni þjóðareign — losa landið við
danska peningahandraðann, hlutafélagsbankann.
En hvernig á að koma þjóðbankamálunum á réttankjöl?
Mér finst þar vera um tvennskonar Ieiðir að ræða. í t'yrsta