Réttur - 01.02.1919, Side 4
6
Réttur.
fyrir misskilning, að eg lít svo á, að hér á landi séu hlut-
fallslega fleiri á milli flokka en annarsstaðar. Enda er flokka-
skiftingin tæplega eins ákveðin hér eins og í öðrum löndum.
En eg mun síðar reyna að sýna fram á, að h'ér sé þó full
ásíæða til að tala um misjafna menn, og að jafnaðarhugsjón-
in, sönn jafnaðarhreyfing, eigi fult erindi til okkar eins og
til annara.
Mismunurinn á milli þessara flokka verður eftir því meiri,
sem lægri stéttirnar þuifaað berjast harðari baráttu, til að afla
sér viðurværis. Peir, sem í þeim flokknum lenda, færast því
fjær því að standa hinum jafnfætis. Djúpið á milli flokkanna
stækkar, eftir því sem meira þrengir að kjörum verkalýðsins.
Þegar vöxtur og viðgangur einhvers þjóðfélags stefnir í þá
átt, að gera alþýðu manna ósjálfbjarga gagnvart þeim, sem
framleiðslutækin hafa í höndum, og ef máttur auðvaldsins er
notaður til að klípa af þeim skamti, sem verkafólkið ber frá
borði, þá er við því að búast, að loks hefjist hreyfing. Og
ef mikið kveður að því, að öðrum flokknum sé gert erfitt
fyrir með að afla sér lífsnauðsynja sinna, þá er þess að vænta,
að hreyfingin verði sterk, alveg eins og stormurinn, þegar
snögg og mikil þrýsting legst á á einum stað.
En er það þá einungis það, sem muninum veldur, að í
öðrum flokknum fá menn vinnu sína ver launaða, og hafa
fyrir þá sök minna fyrir sig að leggja en í hinum? Nei, —
það er miklu meira, sem á milli ber. Stéttamunurinn á sér
miklu dýpri rætur en það, að hann falli um sjálfan sig þó
jafnvægi kæmist á efnahag manna. Til þess að mennirnir
geti orðið jafnir, og geti fundið, að þeir eru allir jafnir, þá
verða lifnaðarhœttir þeirra að verða svo líkir, að engum þyki
of »fínt« handa sér það sem annar hefir um hönd, og að
engum þyki neitt ofgróft eða niðrandi fyrir sig, sem annar
temur sér eða verður að sætta sig við. Og það þarf meira
en þetta. Hugsunarhátturinn verður líka að færast í það horf,
að hver maður telji sér skylt að reyna að skilja alla, sem
eitthvað hafa við hann að ræða, og að enginn telji sig of