Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 94

Réttur - 01.02.1923, Page 94
kjettur 94 er ákveðið hlutfall á milli seðlaveltumiar og verðgildis seðlanna. Þegar innlausnarskylda á seðlunum gegn gulli er upphafin, hlýtur aukinni seðlaveltu að fylgja lægra gengi á peningum. Til þess að stöðva krónuna og hækka, verðum við að minka seðlafúlguna. Þjóðbankinn er samt sem áður ekki mjög hneigður til þess. Því að á meðan gulltryggingin er aðeins 331/3"/0 af verði allra seðla í veltu, þá er einkarjettur hans til seðlaútgáfu mikils virði. Fyrir stríðið, þegar seðlaveltan var minni, græddi bank- inn aðeins um 2 milj. kr. á ári, en árin 1916 og 1917— 1920 og 1921 þjenaði hann ca. 8 milj. kr. á ári, að mestu leyti á seðlaútgáfunni. Ef Þjóðbankinn er einn látinn stjórna peningamálunum, er það sama og að láta tóuna gæta lambanna, því að hann er hlutabanki, sem gætir hagsmuna hluthafanna. Þetta hefir meðal annars komið fram í því, að bankinn greiddi 2,7 milj. kr. í ágóðahlut 1922—23, þrátt fyrir að vegna Landmandsbankatapsins var halli á rekstursreikn- ingi hans þetta ár. Þar eð Þjóðbankinn nýtur þessarar arðmiklu seðlaúígáfu og greiðir lítið gjald fyrir hana til ríkisins, er það ekki nema sanngjarnt, að hann beri fulla ábyrgð á þeirri seðlafúlgu, sem hann hefir gefið út. Það er að bregðast skyldum sínum, þegar bánkinn ætlast til, að skattgreiðendurnir (ríkið) taki á sig hluta af áhættunni við gjaldeyrisverslunina með framlögum til gengis-jöfn- unarsjóðsins. Ríkið á aðeins að veita þeim hjálp, sem ekki geta bjargað sjer sjálfir. Takmörkun á seðlaveltunni má gera á þann hátt, að draga úr útlánum og hækka útlánsvexti; lágt verðmiðils- gengi veitir háa vexti. í Finnlandi etu peningarnir lágir, og þar voru útlánsvextir 9°/o 13. okt. 1923. í Svíþjóð er verðmiðillinn aftur á móti hár; jaar voru útlánsvextir á sama tíma aðeins 4'/2“ 0. Þrátt fyrir athugasemdir og mótmæli, sem reisa má gegn háum vöxtum, má þó telja jaann kost, að með

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.