Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 10

Réttur - 01.01.1974, Síða 10
EINAR OLGEIRSSON HUMOR-HITI-HEIÐRÍKJA Umþenkingar út af þrem þókum Hreyfingu sósíalismans á íslandi bættust þrjár dýrmætar bækur á „vertíðinni" fyrir jólin: „Stungið niður stílvopni" eftir Gunnar Benediktsson, — „Ný augu" eftir Kristinn E. Andrésson og „Með storminn í fangið”, úrval af ræðum og greinum eftir Brynjólf Bjarnason. Allar eru þessar bækur, hver á sinn máta, mikill fengur okkar hreyfingu. Og þær ilja gömlum samferðamanni um hjartað og vekja ótal hugrenningar, sem eigi verður komist hjá að tjá. I. Mikil er sú orka, sem „forsjónin" hefur gefið hinum forna fulltrúa sínum, að Gunnar Benediktsson skuli enn, kominn á níræðis- aldur, geta látið slíkt ágætis rit sem hið ofan- greinda frá sér fara, — og eiga önnur í forum sínum! Og þetta rit verður manni því kær- komnara, sem það bregður nýju ljósi á einn þátt í sögu sósíalismans á Islandi, sem lítið hefur verið skrifað um hingað til, — og kem 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.