Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 12

Réttur - 01.01.1974, Page 12
„Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðum fjarlæg markmið, og öflugustu hreyfingarnar voru einatt þær, sem vöktu óeigingjarnastan eldmóðinn. Allar miklar sögulegar stefnur hafa haft þetta ein- kenni og hvað vorn tíma snertir, þá er þessu þannig varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamenn" er vafalaust viðkvæði þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar. En sann- leikurinn er sá, að ef ég — svo ég tali bara um það, sem ég þekki persónulega, — hefði ritað dagbók um það í síðustu 24 ár og skrif- að niður alla þá sjálfsafneitun og fórnfýsi, sem ég hef kynnst, þá myndu lesendur dag- bókar þeirrar sífelt hafa orðið „hetjuskapur" á vörunum. En menn þeir, sem ég hefði getað sagt frá voru ekki hetjur, — það voru miðl- ungsmenn, hrifnir af mikilli hugsjón." Það var heit og hörð barátta fyrir mikilli hugsjón — og brauði og lífi fátæks vinn- andi fólks, er skóp anda samhjálpar og bræðralags í þeirri hreyfingu, er Gunnar lýsir, — í flokknum sem hann skrifar oftast með stórum staf. Þetta humor-þrungna guðspjall „Drottins smurða til Grundarþinga" er gagntekið þeim hugsjónaanda, er þarna ríkti, þótt blæja mild- innar sé nú breidd yfir. Það er hvorki á ferð- inni ávítanabréf til andstæðinga né vandlæt- ingarávarp til hrösulla meðbræðra, — svo sem Páll og aðrir postular hins nýja testa- mentis létu frá sér fara, — en þar sem um er að ræða endurminningar eins af þeim fáu prestum íslensku þjóðkirkjunnar, sem tóku boðskap uppreisnarmannsins frá Nasareth al- varlega, þá fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli nokkur augnablik aftur í aldir til and- legra skyldmenna hans þá, félaganna í frum- kristnu söfnuðunum. Friedrich Engels skrifaði rúmu ári áður en hann dó ágæta ritgerð um „sögu frum- 12 kristninnar" (1894), þar sem hann minnist á margt líkt með skyldum — og viknar stundum við líkt og þegar mildur fyrirgefn- ingartónninn sker í gegn hjá Gunnari. Svo segir Engels: „Saga frumkristninnar á margt merkilega skylt við verklýðshreyfingu nútímans. Eins og hin síðarnefnda var kristnin upphaflega hreyfing undirokaðra: hún kom fyrst fram sem trú þræla og leysingja, fátækra og rétt- lausra, þjóða þeirra, er undirokaðar voru eða tvístrað var af Rómaveldi. Báðar voru hreyfingarnar ofsóttar, áhangendur þeirra settir í bann, undirorpnir kúgunarlögum, önnur hreyfingin sem óvinir mannkynsins, hin sem fjandmenn ríkisins, trúarinnar, fjöl- skyldunnar, þjóðfélagsins." Og Engels ræðir þátt kristninnar í bændauppreisnum miðalda og vitnar síðan í það, sem Ernest Renan segir í frægu riti sínu um sögu kristninnar: „Ef þið viljið gera ykkur hugmynd um fyrstu kristilegu söfnuðina, þá lítið þið á eina deild úr Alþjóðasambandi verkalýðsins" (I. Inter- nationale). Og þá getur Engels ekki orða bundist: Hann segir að þessi franski fræðimaður viti ekki sjálfur hve satt hann mæli. „Eg vildi sjá þann gamla „internationala", sem gæti lesið hið svokallaða annað bréf Páls til Korinþu- manna án þess það ýfi gömul sár." Og Engels minnir á undirtóninn í bréfi því allt frá 8. kapítula: — söfnuðurnir gera ekki skyldu sína, — félagsgjöldin greiðast ekki, — hve margir „erindrekar" sjötta áratugsins myndu ekki þrýsta hönd Páls fullir skilnings og samúðar: „Einnig vér kunnum sögu að segja af því, — einnig í okkar félagsskap var fullt af Korinþumönnum, — félagsgjöldin, sem ekki greiddust en flögruðu okkur ósnert- anleg fyrir hugskotssjónum, það voru einmitt þessar marg-um-ræddu „miljónir Alþjóða- sambandsins"." (Engels, 22. bindi Marx—

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.