Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 12

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 12
„Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðum fjarlæg markmið, og öflugustu hreyfingarnar voru einatt þær, sem vöktu óeigingjarnastan eldmóðinn. Allar miklar sögulegar stefnur hafa haft þetta ein- kenni og hvað vorn tíma snertir, þá er þessu þannig varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamenn" er vafalaust viðkvæði þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar. En sann- leikurinn er sá, að ef ég — svo ég tali bara um það, sem ég þekki persónulega, — hefði ritað dagbók um það í síðustu 24 ár og skrif- að niður alla þá sjálfsafneitun og fórnfýsi, sem ég hef kynnst, þá myndu lesendur dag- bókar þeirrar sífelt hafa orðið „hetjuskapur" á vörunum. En menn þeir, sem ég hefði getað sagt frá voru ekki hetjur, — það voru miðl- ungsmenn, hrifnir af mikilli hugsjón." Það var heit og hörð barátta fyrir mikilli hugsjón — og brauði og lífi fátæks vinn- andi fólks, er skóp anda samhjálpar og bræðralags í þeirri hreyfingu, er Gunnar lýsir, — í flokknum sem hann skrifar oftast með stórum staf. Þetta humor-þrungna guðspjall „Drottins smurða til Grundarþinga" er gagntekið þeim hugsjónaanda, er þarna ríkti, þótt blæja mild- innar sé nú breidd yfir. Það er hvorki á ferð- inni ávítanabréf til andstæðinga né vandlæt- ingarávarp til hrösulla meðbræðra, — svo sem Páll og aðrir postular hins nýja testa- mentis létu frá sér fara, — en þar sem um er að ræða endurminningar eins af þeim fáu prestum íslensku þjóðkirkjunnar, sem tóku boðskap uppreisnarmannsins frá Nasareth al- varlega, þá fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli nokkur augnablik aftur í aldir til and- legra skyldmenna hans þá, félaganna í frum- kristnu söfnuðunum. Friedrich Engels skrifaði rúmu ári áður en hann dó ágæta ritgerð um „sögu frum- 12 kristninnar" (1894), þar sem hann minnist á margt líkt með skyldum — og viknar stundum við líkt og þegar mildur fyrirgefn- ingartónninn sker í gegn hjá Gunnari. Svo segir Engels: „Saga frumkristninnar á margt merkilega skylt við verklýðshreyfingu nútímans. Eins og hin síðarnefnda var kristnin upphaflega hreyfing undirokaðra: hún kom fyrst fram sem trú þræla og leysingja, fátækra og rétt- lausra, þjóða þeirra, er undirokaðar voru eða tvístrað var af Rómaveldi. Báðar voru hreyfingarnar ofsóttar, áhangendur þeirra settir í bann, undirorpnir kúgunarlögum, önnur hreyfingin sem óvinir mannkynsins, hin sem fjandmenn ríkisins, trúarinnar, fjöl- skyldunnar, þjóðfélagsins." Og Engels ræðir þátt kristninnar í bændauppreisnum miðalda og vitnar síðan í það, sem Ernest Renan segir í frægu riti sínu um sögu kristninnar: „Ef þið viljið gera ykkur hugmynd um fyrstu kristilegu söfnuðina, þá lítið þið á eina deild úr Alþjóðasambandi verkalýðsins" (I. Inter- nationale). Og þá getur Engels ekki orða bundist: Hann segir að þessi franski fræðimaður viti ekki sjálfur hve satt hann mæli. „Eg vildi sjá þann gamla „internationala", sem gæti lesið hið svokallaða annað bréf Páls til Korinþu- manna án þess það ýfi gömul sár." Og Engels minnir á undirtóninn í bréfi því allt frá 8. kapítula: — söfnuðurnir gera ekki skyldu sína, — félagsgjöldin greiðast ekki, — hve margir „erindrekar" sjötta áratugsins myndu ekki þrýsta hönd Páls fullir skilnings og samúðar: „Einnig vér kunnum sögu að segja af því, — einnig í okkar félagsskap var fullt af Korinþumönnum, — félagsgjöldin, sem ekki greiddust en flögruðu okkur ósnert- anleg fyrir hugskotssjónum, það voru einmitt þessar marg-um-ræddu „miljónir Alþjóða- sambandsins"." (Engels, 22. bindi Marx—
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.