Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 17

Réttur - 01.01.1974, Page 17
hinnar vinsælu nýsköpunarstjórnar, ef samn- ingurinn yrði samþykktur. — Þjóðin hans Kristins átti oft eftir að bregðast því barni sínu, sem ann henni heitast, — en aldrei skyldi hún fá ávíturnar fyrir að láta hlunn- færa sig, — þá yrðu heldur „realpólitíkus- arnir" að fá fyrir ferðina! Rómantíska tignunin á fagurri hugsjón kemur líka fram í afstöðunni til tillögu Fjöln- ismanna um Alþingi á Þingvöllum og andúð á ákvörðun Jóns Sigurðssonar um Alþingi í Reykjavík og Kristinn undirstrikar hvílíkt „hreiður auðvaldsins" Reykjavík sé orðin. En það vill gleymast að Reykjavík er líka vígi sterkustu verklýðshreyfingar landsins og þrýstingur hins vinnandi fjölda á Alþingi getur því orðið ólikt meiri þar, — eins og árin 1946 og 1949 m.a. sýndu, — en ef það væri á Þingvöllum. Rómantísk afstaða getur oft orðið afturhaldi til framdráttar en raun- hyggja hinsvegar róttæk, þó hinu verði ekki neitað að jafn fagur er draumurinn um „haukþing á bergi" og sú vissa Kristins rétt að sú kemur tíð að Alþingi Islendinga verður aftur háð á hinum fornhelga stað — í stétt- lausu þjóðfélagi framtíðarinnar. En sagnariturum framtíðarinnar og áhuga- mönnum nútímans skal tekinn vari á að ætla Kristni þessar tvær hugmyndir, sem hér er á minnst sem endanlegar niðurstöður alvar- legrar umhugsunar. Til þess hafði hann eng- an tíma, er hann reit sínar hugdettur af þeim fádæma krafti og hugarflugi, er bókin ber vitni um, fársjúkur og oft ákaflega áhyggju- fullur. Reikningsskil hugsjónamannsins — stund- um við raunsæið, stundum við afsláttarstefn- una — eru auk sögulegu fræðslunnar rauði þráðurinn í þessari bók Kristins. Adrepur hans eiga vissulega erindi til margra í verka- lýðshreyfingu og „vinstri" flokkum á þess- um tímum. Vissulega hefur nútíminn þörf ALLSHERJARVERKFALL GEGN HERSTÖÐVASAMNINGNUM til aS knvja fram þjóðaratkvæSi tMÓÐVILllNN \kU ríil í HaSkLij K3»n SAMNINGURINN TAKNAR UPP GJÖF FULLVEL9ISISLANDS thisundir Reykvdá® nróhiwltu t bAmadvólaportinu Itmtrðvaiamningi Olafs ’TTtprs "il'tii AljiyíiKnmttmiti tslnmb Wti ta. á illaa vríUIyJ ng la«Ti]«cc!i . r.i róitntimvi til n3 m attt #1» i {icirra v*Wi strmtur til sj fcrfa rliia, sra mí cru kyiHir si sj.úfstvJi tstsmts -s«*y •».,‘* .*<“•*.» »«*•**• *»;• l u, ,“7* •'.* • ■'.'•**• ttzj •■* »S‘« iAvia *•»«*-;**>*: ' . ... * SNíS. *.-*f*i *V>»!.-S«y*r rtfttoW W* U-i. ■ *,''7** ' ‘ t .VNrv ♦t' tVSÍAw* i-r-i .:-•UVa * i—UVH *.».-• •■-< <.••..>•« tofS X HNt. .*.•!»« < 'u. . -- S*jj*»t. J,*. .',* ttntc,X ttfiftty*. «*«*•'•iS.V- s. „ í '0 <*.** /4W V»* .-t*~* +& ’Uf*. \ .*••* hft AV.': *~.1* .».•> Lm Qn*» • w»Uí* <ír.t.N •*.-;TtrrVíit.-*At*iS<S *Sv* ftoi* ^.V<vuj.rtwlKnr»»'ttt*VK ..... . . . . 1 W»r t » *» >ir*J»,*t n5 pt+t> 'tSrwS.i ** *-♦ «>**» »•*! 1 - *--• - > u*tM >*w «4 i-.'*S;UY*m' w* t*kí *.*-vSu * « ii.Vv>S'«t!i.»»« ...... ■ ■ -JA2SK* ..........■■■- Forsíða Þjóðviljans mánudaginn 23. sept. 1946. fyrir það að hugsjónirnar séu aftur hafnar til vegs og valda, svo mjög sem margháttuð afsláttarstefna hefur dregið þær niður í svað- ið. Og hér sem oftar er treyst á æskuna, sem einmitt nú er óvenjulega uppreisnar- gjörn —■ og á hana setur og Kristinn sína miklu trú. En byltingamenn eru jafnan bráðlyndir og vænta sigursins oft fyrr en auðið er. Þar eiga þeir Marx og Engels og Lenín sammerkt með hinum smærri spámönnum. Þroskun hverrar þjóðar og þá fyrst og fremst vinnandi stétt- 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.