Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 35

Réttur - 01.01.1974, Síða 35
sögu sinni megnað að sigrast á yfirstétt sinni. Bændabylting Thomasar Miinzers var kæfð í blóði. Borgarabylting nítjándu aldar rann út í sandinn og junkarinn Bismarck varð að vinna sum aðalverkefni hennar. Nóvemberbyltingin 1918 var jörðuð með Rosu Luxemburg og Karl Liebknecht 1919. ,,Þýzka þjóðin var aðeins einu sinni I fylgd frelsisins", reit Karl Marx eitt sinn, ,,nefnilega I likfylgd þess". Þegar rauði herinn og Ráðstjórnarríkin höfðu þvi eftir óskaplegar fórnir brotið vígvél og ógnarstjórn þýzka auðvaldsins á bak aftur 1945, hugsuðu beztu forustumenn þýzkrar alþýðu, er af lifðu: Þýzkt auðvald skal aldrei fá tækifæri til þess að leiða kúgun sína og áþján yfir þýzka alþýðu á ný. II. Sósialistísk verklýðshreyfing Þýzkalands var á 19. öld og fram að fyrri heimsstyrjöld forustan í sósíalískri hreyfingu Evrópu. August Bebel, foringi flokksins, var áiitinn leiðtogi sósíalismans eftir dauða Engels. Brautryðjendur sósialismans á Islandi dáðu hann. Þorsteinn Erlingsson reit um hann ágætar greinar í „Verkamannablaðið" 1913. Pétur G. Guðmunds- son, ritstjóri gamla Alþýðublaðsins 1906 og „Verka- mannablaðsins", er talinn hafa staðið í bréfaskrift- um við hann. Og mér er minnisstætt að Héðinn Valdimarsson hafði ætíð mynd af Bebel á einka- skrifstofu sinni. Eftir stríðið 1914—18 og klofningu hinnar sósíal- istísku hreyfingar milli kommúnista og sósíaldemo- krata, hófust svo kynni íslenzkra marxista af Kommúnistaflokki Þýzkalands. Við Brynjólfur Bjarnason, Ársæll Sigurðsson og Stefán Pétursson erum við nám í Berlín 1921—1924, Stefán lengur. Kommúnistaávarpið er þýtt á íslenzku í Berlín 1923. Við erum í snertingu við hina sterku hreyfingu flokksins. Ég gekk i hann 1921 og tók ofurlitinn þátt I starfi háskólaliðs hans. Við vorum bæði þá og síðar í sambandi við hina miklu útgáfustarfsemi þýzkra kommúnista, sem var 35

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.