Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 35

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 35
sögu sinni megnað að sigrast á yfirstétt sinni. Bændabylting Thomasar Miinzers var kæfð í blóði. Borgarabylting nítjándu aldar rann út í sandinn og junkarinn Bismarck varð að vinna sum aðalverkefni hennar. Nóvemberbyltingin 1918 var jörðuð með Rosu Luxemburg og Karl Liebknecht 1919. ,,Þýzka þjóðin var aðeins einu sinni I fylgd frelsisins", reit Karl Marx eitt sinn, ,,nefnilega I likfylgd þess". Þegar rauði herinn og Ráðstjórnarríkin höfðu þvi eftir óskaplegar fórnir brotið vígvél og ógnarstjórn þýzka auðvaldsins á bak aftur 1945, hugsuðu beztu forustumenn þýzkrar alþýðu, er af lifðu: Þýzkt auðvald skal aldrei fá tækifæri til þess að leiða kúgun sína og áþján yfir þýzka alþýðu á ný. II. Sósialistísk verklýðshreyfing Þýzkalands var á 19. öld og fram að fyrri heimsstyrjöld forustan í sósíalískri hreyfingu Evrópu. August Bebel, foringi flokksins, var áiitinn leiðtogi sósíalismans eftir dauða Engels. Brautryðjendur sósialismans á Islandi dáðu hann. Þorsteinn Erlingsson reit um hann ágætar greinar í „Verkamannablaðið" 1913. Pétur G. Guðmunds- son, ritstjóri gamla Alþýðublaðsins 1906 og „Verka- mannablaðsins", er talinn hafa staðið í bréfaskrift- um við hann. Og mér er minnisstætt að Héðinn Valdimarsson hafði ætíð mynd af Bebel á einka- skrifstofu sinni. Eftir stríðið 1914—18 og klofningu hinnar sósíal- istísku hreyfingar milli kommúnista og sósíaldemo- krata, hófust svo kynni íslenzkra marxista af Kommúnistaflokki Þýzkalands. Við Brynjólfur Bjarnason, Ársæll Sigurðsson og Stefán Pétursson erum við nám í Berlín 1921—1924, Stefán lengur. Kommúnistaávarpið er þýtt á íslenzku í Berlín 1923. Við erum í snertingu við hina sterku hreyfingu flokksins. Ég gekk i hann 1921 og tók ofurlitinn þátt I starfi háskólaliðs hans. Við vorum bæði þá og síðar í sambandi við hina miklu útgáfustarfsemi þýzkra kommúnista, sem var 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.