Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 40

Réttur - 01.01.1974, Page 40
Frá flokksþingi SED 1958: Fremst frá vinstri til hægri: Heinrich Rau, Nikita Krjústoff, Walter Ulbricht, Wilhelm Pieck, Otto Grotewohl. — Maðurinn í þriðju röð, beint aftan við Rau, er Lövlien, formaður norska Kommúnistaflokksins. annað, — en þeim brást bogalistin. í Kína sigraði kommúnisminn og Sovétríkjunum tókst í tíma að koma sér upp þeim kjarnorkuvopnum, sem nú hafa skapað „jafnvægi ógnarinnar" í veröldinni í stað þeirrar ógnarstjórnar ameríska auðvaldsins eins yfir öllum heiminum, sem breyta átti 20. öld- inni í „amerísku öldina." Nú loks, eftir aldarfjórðung, hafa jafnt framsýnir stjórnmálamenn sem siðlausir bragðarefir auðvalds- heimsins orðið að bíta í það súra epli að viður- kenna staðreyndir, sem vald var ei til að hagga. I þeim hluta Þýzkalands, sem fátækastur var að hráefnum en ríkur að arfleifð vígreifrar verkalýðs- sögu, þar sem Berlín, Saxland og Thuringen var, hófst nú verklýðshreyfing Þýzkalands, frá 1946, undir forustu hins sósíalistiska Sameiningarflokks síns (SED) handa um að byggja upp úr rústum: atvinnulífið, fólkið og samfélag sósíalismans. Þó var öllum leiðum haldið opnum I meir en áratug til sameiningar Þýzkalands, ef viti yrði komið fyrir valdhafana I vestri. En svo varð ekki. Ég kom til Berlinar I nóvember 1945, — I lok ferðar okkar Péturs Benediktssonar á vegum ný- sköpunarstjórnarinnar um Helsinki, Moskvu, Varsjá og Prag, til að hnýta á ný stjórnmálasambönd við þessi ríki. Ég sá og fann hve djúpt var fallið. Það 40

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.