Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 46

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 46
Við ströndina i Warnemiinde, „Hotel Neptun“ í baksýn. Sósíalistíska sameiningarflokknum (SED) hefur oft verið borinn á brýn rétttrúnaður og kreddufesta — og ekki alltaf að ástæðulausu.* Það er mikil freisting róttækum byltingarkenningum að stirðna, er þær komast i snertingu við ríkisvald, — það þarf ekki nema líta á örlög kristninnar. Það er sósí- alistum mikil nauðsyn að vera vel á verði I þessum efnum, ekki sízt eftir valdatöku verkalýðsins, og hafa í heiðri þá reglu, er Lenín taldi aðalundirstöðu sósíalistisks flokks ásamt „einingu í verki", en það var „frelsi til umræðna." Hin sósíalistíska þýzka þjóð er ekki aðeins þjóð verkamanna og bænda, svo sem lýðveldi hennar einkennist af í mótsetningu við borgaralega lýð- veldið hinu megin. Hún mun og í framtíðinni í æ ríkara mæli risa undir þeim arfi, sem Marx og Goethe o. fl. gáfu henni, — verða þjóð skálda og hugsuða („Volk der Dichter und Denker"). Um- ræðufrelsið er skilyrði þeirrar þróunar. Engels fór ekki í grafgötur með nauðsyn þess. I bréfinu til Bebels 9. ágúst 1890 undirstrikar hann: „Flokkur- inn er svo stór, að algert umræðufrelsi innan hans er nauðsyn." Og í bréfinu til Trier 18. des. 1889 hafði hann beinlinis sagt: „Verkalýðshreyfingin á allt undir hvassri gagnrýni á þjóðfélaginu. Gagnrýni er lífsviðurværi hennar. Hvernig gæti hún viljað sjálf forðast gagnrýni, banna umræður. Krefjumst vér þá málfrelsis fyrir oss af öðrum, til þess eins að afnema það í eigin röðum?" — „Oft er það gott, er gamlir kveða", — lærifeð- urnir miklu voru vissulega afdráttarlausir I fullyrð- ingum sínum. — Þeir þekktu að visu ekki for- heimskvandi fjöldapressu auðvaldsins í allri sinni máttugu mynd, — þessa mikilvirku skoðanaverk- smiðju, stóriðjuframleiðslu peningavaldsins á dauð- um sálum, — en þeir myndu líklega hafa sagt við okkur að með svo góðan málstað sem sósíal- ismann og með máttug verklýðssamtök að baki ætti okkur ekki að verða skotaskuld úr því að sigr- ast á áróðri auðvaldsins. Það er engum efa bundið að með hinni nýju flokksstjórn undir forsæti Honeckers, gengur þró- unin öll í DDR í rétta átt áfram á efnahags- og menningarsviðinu sem fyrr. Við skulum og vona að hún feti fram á við hvað frjálsræði snertir, taki að sýna yfirburði sósíalismans eigi aðeins í skipu- lagningu heldurog í frelsi. * Islenskri borgarastétt ferst vissulega ekki að varpa rétttrúnaðarásökunum að öðrum, þó svo blöð hennai iðki það grjótkast úr glerhúsum sinum. Hún trúir enn í hagfræði á löngu dauða „frjálsa sam- keppni" nítjándu aldar, — og viðheldur þar að auki í stjórnarskrá sinni sem rikistrú gömlum þýzk- um bábiljum: rétttrúnaði lútherskunnar — og vill láta troða æfafornum helgisögnum sem heilögum sannleika í börn á atomöld. Og þessi blessuð borg- arastétt okkar á jafnvel til að heimta að börnum sé kennt að tigna sem guð einn ágætan uppreisnar- mann, sem krossfestur var sem fleiri forðum daga, — en ætlar svo af göflum að ganga af reiði, ef börnum er sagður sannleikur um þær þúsundir píslarvotta, sem vinir hennar og verndarar, Banda- rikjamenn, drepa ár eftir ár. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.