Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 47

Réttur - 01.01.1974, Síða 47
Frá orlofsheimilum verkamanna. En í augum þessara manna, er þar fara með völd, er ef til vill við enn meiri vanda að fást en við sjáum í fljótu þragði. Á þeirra herðum hvílir vandi þeirrar stjórnlistar að finna hið rétta meðal- hóf milli valds og frelsis. Handan múrsins bíður auðvaldspressa Springers sem óargadýr, þetta skrímsli andlegrar einokunar, sem gerir málfrelsið í Vestur-Þýzkalandi að mál- frelsi peninganna og beitir öllu sínu voðavaldi til að spilla þýzkri þjóð, villa um fyrir almenningi, blekkja og Ijúga — allt til þess að koma ofstækinu og afturhaldinu til valda á ný í Vestur-Þýzkalandi. Og allir vita að hurð skellur nærri hælum, ofsókn- unum gegn kommúnistum er áfram haldið, gamli KPD enn bannaður og Hitlers-dýrkun færist í vöxt sem farsótt. Auðhringar og auðvaldsblöð eru sterk- ari og áhrifameiri en nokkru sinni, — þótt ham- ingjan hafi hliðrað svo til að frjálslynd stjórn er þar nú, — en litlu munaði að ver færi. En hvað sem öllu öðru líður, þá finna laiðtogar alþýðunnar í DDR, flokksforustan í SED, fyrst og fremst eina skyldu hvíla á sínum herðum — og það er að aldrei aftur skuli auðvald með sitt aftur- hald og fasisma komast til valda i þeim hluta hins forna Þýzkalands, sem nú er DDR. Lái þeim sá, er verið hefur í þeirra sporum og félaga þeirra. Þeir vita hvað fasisminn er — og frá hverju þeim þer að forða þeirri kynslóð, sem nú vex upp I Þýzka alþýðulýðveldinu. Litum á nokkur æviatriði þriggja af leiðtogum SED.: Erich Honecker, nú aðalritari flokksins, erfæddur 1912 I Saarhéraði, sem þá var sjálfstætt. Hann er sonur kommúnista, gengur 14 ára í Æskulýðssam- tök kommúnista, er 19 ára gamall orðinn ritari þeirra. Þegar Saar er innlimað í ,,þriðja ríkið" 1936, er hann, 23 ára að aldri, tekinn fastur af því hann er í miðstjórn Æskulýðssambandsins og síðar dæmdur í 10 ára fangelsi. Áratuginn frá 23 til 32 47

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.