Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 58

Réttur - 01.01.1974, Side 58
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON: OLÍUKREPPAN I. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um striðið í Austurlöndum nær og olíukreppuna. Hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé allt sem sýnist i þeim málum og róa þurfi á dýpri mið til að sjá þann sannleika, sem hvílir á bak við staðreyndir yfirborðsins. Til þess er nauðsynlegt að líta í mun víðara samhengi en hingað til hefur verið gert. Einnig er nauðsynlegt að taka mið af þeim kreppueinkenn- um, sem nú eru greinileg i Vestur-Evrópu, þar sem hagvöxtur virðist hafa staðnað og atvinnuleysi og sölutregða verða að stöðugt meira vandamáli. En þetta er kreppa óháð olíukreppunni, en áhrif henn- ar og útbreiðsla verða þó víðtækari vegna sam- dráttar í orkuframleiðslu og verðhækkana á olíu. Ég styðst I þessari grein við fjölmargar greinar ritaðar I upphafi þessa árs í erlendum blöðum. Þar sem leiðinlegt er að geta heimilda í hvert og eitt sinn mun ég sleppa því en gefa I lokin upp nöfn þeirra helstu rita sem ég hef notað. Auðmagn og friðsamleg sambúð !) Henry Kissinger, sá kvenholli ráðherra, hefur fengið mikið lof fyrir friðarreisur sínar og vopna-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.