Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 68

Réttur - 01.01.1974, Side 68
samninga væri að sérstaklega hefði verið hugsað fyrir kjarabótum handa láglaunafólki. Eðvarð tók þó fram að hann hefði viljað að í samningunum hefði verið gengið enn lengra til móts við láglaunafólkið, en þar hefði ýmis- legt staðið í veginum. Auk kjarasamninganna gerði verkalýðs- hreyfingin samninga við ríkisstjórnina um breytingar í húsnæðismálum og skattamálum. Húsnæðismálin: Ríkisstjórnin féllst á að hafa forgöngu um að tryggja tvöföldun til þreföldun íbúðabygginga á félagslegum grundvelli með þeim kjörum sem best tíðkast hér. Er þá átt við íbúðir í verkamannabústöð- um, sem byggðar eru samkvæmt sérstökum kjörum og ætlaðar láglaunafólki, og enn- fremur er átt við íbúðir með svipuðum kjör- um og gilt hafa í Breiðholti hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlunar. Gert er ráð fyrir að tryggja hálfan annan miljarð króna umfram það sem rennur í almenna húsnæðislánakerfið en það þýðir meira en tvöföldun á félagslegu fjármagni til íbúða- bygginga. Þetta verður m.a. gert með því að verkalýðsfélögin heimila að 20% af ráðstöf- unarfé lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna renni til þessara framkvæmda í formi verðtryggðra skuldabréfa, en einnig er um að ræða hækk- un launaskatts á atvinnurekendur. Um skattamálin: Ákveðið er að lækka tekjuskatt um það bil helming, en hækka söluskatt á móti um 5 stig, sem þýðir rúmlega 4% hækkun á söluskattsskyldum vörum. Ekki verður sagt með fullri nákvæmni hvað þessi til- færsla þýðir gagnvart ríkissjóði, en ljóst er að á þessu ári mun tekjuskattslækkunin nema hærri upphæð en söluskattshækkunin, og fari svo að á árinu 1975 verði söluskatts- hækkunin hærri, þá verður sá mismunur bættur í formi vísitöluuppbóta á laun, eða á annan hátt. Með þessari breytingu er komið til móts við almennar óskir þess mikla fjölda fólks, sem hefur það sem kalla má miðlungstekjur. Væru hins vegar ekki gerðar neinar sérstak- ar ráðstafanir jafnframt í því skyni að tryggja hlut þeirra sem lægst hafa launin og engan tekjuskatt borga, þá væri slík til- færsla óréttlát. Þess vegna er jafnframt á- kveðið, að öllum þeim, sem engan eða mjög lítinn tekjuskatt greiða samkvæmt fyrra kerfi verði greiddar sérstakar bætur til að mæta söluskattshækkuninni. Dæmin hér á eftir sýna, hversu mikið tekjuskatturinn lækkar hjá hinum ýmsu fjöl- skyldum. I öllum tilvikum var miðað við að frádráttur, annar en persónufrádráttur væri kr. 100 þús. en sú tala er auðvitað mjög breytileg í raun. Þessi dæmi líta svona út: Hjá hjónum með 2 börn, sem hafa 800 þúsund í brúttótekjur síðasta ár lækkar tekju- skatturinn úr kr. 101 þús. í kr. 38 þús. eða um 63%. Hjá hjónum með 3 börn, sem höfðu eina milj. í brúttótekjuh lækkar tekjuskatmrinn úr kr. 168.500 — í kr. 90.400, — eða um 46%. Hjá barnlausum hjónum, sem hafa kr. 900.000 í brúttótekjur lækkar tekjuskatt- urinn úr kr. 186.200,— í kr. 120 þús., eða um 35.%. Og hjá hjónum með kr. 700 þús brúttó- tekjur á síðasta ári og 4 börn lækkar tekju- skatturinn úr tæplega 20 þús. kr. í ekki neitt, eða um 100%. Svo geta menn velt fyrir sér, hvernig sölu- skattshækkunin komi við þá á móti, sem auð- vitað er ærið misjafnt. En fjölskylda, sem t.d. eyðir 600.000,— krónum á ári, þ.e. kr. 50 þús. á mánuði í greiðslu á söluskattsskyldum vörum, þarf væntanlega að greiða nálægt 26.000,— krónum í söluskattshækkun yfir heilt ár. 68

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.