Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 6
verið liafa fyrirrennarar Alsbátsins. Á brons- öldinni hafa menn haft báta, sem búnir voru álíka stafndjásnum, sem sjá má af bátamynd- um þeirra á bergflötum víða um Norðurlönd. Bönd bátsins eru örmjóar hesligreinar, bundnar við oka, sem skornir eru út innan á börðunum. Og hér er komið að einu aðaleinkenni bátsins: í samskeytum hans er hvergi nagli, hvorki járn né annar málmur hefur verið not- aður til bátssmíðarinnar. Barki, skutur og borð- in fimm hafa verið saumuð saman með harð- tvinnuðum ullarþræði og rifurnar þéttar með viðurkvoðu. Þófturnar eru reyrðar við efstu ok- ana innan á borðstokksplönkunum. Þær eru tíu talsins, svo að 20 manns hafa getað setið und- Skip ú bergristumynd frá bronsöld. ir árum í einu. En ræði eru engin, af því að bátnum hefur verið róið með litlum, lausum árum, sem haldið hefur verið utanborðs í tveim- ur höndum, án þess að nokkur viðspyrna væri á borðstokknum (,,paddle“-árar). Margar slíkarár- ar fundust í mýrinni, og þar fannst einnig ein stutt og breið, sterkleg ár, sem vafalaust hef- ur verið fest á aðra bátshliðina sem stýri. Ekki er auðséð, hvað er aftur og hvað er fram á bátnum, því að hann er eins til beggja enda, en við annan endann fannst stafnlok, pallur, sem felldur hefur verið niður í stafn bátsins, eins konar lyfting fyrir stýrimann. Sá endinn hefur þá verið skutur. Þetta er nú Alsbáturinn. En hann v . ekki einn síns liðs í Hjortspringmýri. Þar v .r einnig aragrúi annarra hluta. Flestir þeirra eru vopn og verjur, en það sýnir, að bátur þessi hefur verið herskip. Þarna voru t. d. 50 skildir, fer- hyrndir, með skjaldarbólu og mundriða úr tré. Enginn nagli er í þeim fremur en bátnum, járn- ið var of dýrt til að sóa því í slíkt. úr því voru smíðuð vopn, enda fundust þarna í mýrinni ekki minna en 138 spjótsoddar, 8 eineggjuð sverð eða söx og slitur af hringabrynjum. Auk þessa fundust ýmsir hversdagslegir smáhlutir, sem of langt yrði upp að telja, og beinagrindur úr hesti og hundi, sem báðar báru merki bana- höggsins. Rannsókn og lýsing Alsbátsins hefur gefið okkur nákvæma mynd af forsögulegu, norrænu fari. En til þess að sú mynd komi okkur að gagni í sögu skipanna á Norðurlöndum er nauðsyn- legt að ganga úr skugga um, hve gamall bátur- inn er. Bronsöld lauk á Norðurlöndum um 400 f. Kr. Þá hófst járnöldin, og það er augljóst, að báturinn er frá því tímabili, af því að með honum fundust gripir úr járni. Hann er því ekki eldri en frá 4. öld f. Kr., og satt að segja er ekki unnt að kveða nánar á um aldur hans en að telja hann einhvern tíma frá fjórum síðustu öldunum fyrir fæðingu Krists. En frá þessu tímabili er hann, það sýna spjótsoddarnir og sverðin okkur. Þetta tímabil í forsögu Norður- landa er kallað keltnesk járnöld. Þá voru erfiðir tímar fyrir Norðurlandabúa. Bronsöldin, sem verið hafði glæsilegt tímabil, var undir lok lið- in, og menn voru enn ekki búnir að ná fullu valdi á hinum nýja nytjamálmi, járninu. Brons- ið hafði verið flutt inn, Norðurlandabúar höfðu rekið mikla og arðsama verzlun við þjóðir sunn- ar í álfunni. Þegar hér er komið sögu, hefur hin mikla landvinningaþjóð, Keltar, rofið þessi gömlu viðskiptasambönd. Frumheimkynni Kelta er talið hafa verið í löndunum við upptök Dón- ár. Á 5. og 4. öld f. Kr. fara keltneskar þjóðir víða um lönd og hleypa hálfri Evrópu í bál og brand. Ríki þeirra náðu yfir þvera álfuna, frá Bretlandi og alla leið austur til Litlu-Asíu. Frá þessum ríkjum gerðu þeir innrásir í Ítalíu og Balkan. En afleiðingar þessara stórviðburða fyr- ir Norðurlönd úti á hjara veraldar urðu þær, að hin gömlu verzlunarsambönd fóru forgörð- um. Keltar kipptu í einu vetfangi fótunum und- an norrænni verzlun og þar með norrænni vel- megun, en miðluðu litlu í staðinn. Þar við bæt- ist, að á keltnesku járnöldinni breyttist lofts- lagið á Norðurlöndum mjög til hins verra. Iíið heita og hagstæða veðurfar, sem ríkti á brons- öldinni, vék þá fyrir kaldri og úrkomusamri veðráttu. Fjölmargar breytingar í ytri menn- ingu hefur leitt af þessari kólnun, og sér þeirra staði enn. Þá t. d. fóru germanskir menn að klæðast buxum, og síðan hafa flestar þjóðir heims tekið það eftir. En sem sagt: keltneska járnöldin var tímabil hallæris og þrenginga á Norðurlöndum. Þetta skín út úr öllu því, sem hún hefur eftir sig látið, og fornleifafundurinn frá Als sýnir þetta glöggt. Allt er þar óbrotið og fátæklegt, úr efnivið, sem framleiddur hef- ur verið innanlands. Járnið er sennilega unnið úr dönskum mýrarrauða, en hefur verið dýrt og notað með mikilli sparsemi. Er einkennilegtil- viljun, að þessi tími skuli hafa leift okkur jafn merkilegum minjagrip og Alsbátnum. Það gæti nú virzt torráðin gáta, að herskip með rá og reiða, vopnum og verjum, skuli finn- ast brotið og bramlað í mýrarpytti 3 km. á landi uppi. Og enn undarlegra er þetta, þegar það kemur í ljós, að skipið er frá hinum mesta VtKINGUR 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.