Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 17
HENRIK BJELKE Naumast veit sá maður mikið í sögu íslands, sem ekki hefur heyrt Henrik Bjelke nefndan. Hann var hér hirðstjóri frá 1648 til 1683, og kemur þar af leiðandi mjög við sögu þess tímabils. Mun ýmsum þykja gaman að sjá mynd þessa stoltarmanns. Er til málverk af Bjelke, gert af samtíðarmanni hans, og birtist hér ljós- mynd af því. Er augljóst, að Bjelke hefur verið glæsi- menni mikið, fríður í andliti og föngulegur á velli. Henrik Bjelke var fæddur 13. janúar 1615. Hann var af tignum ættum, norsk-dönskum, og var faðir hans kanslari Noregs. Bjelke hlaut ágæta menntun og var við nám í ýmsum löndum. Gekk hann síðan í herþjón- ustu og ákvað að leita frama á þeim vettvangi. Var hann í herförum með Friðriki prinsi af Óraníu og fleiri erlendum þjóðhöfðingjum, og hlaut brátt mikið orð fyr- ir hreysti. Árið 1648 var svo komið, að Bjelke hafði hlotið mikið orð fyrir unnin störf í þjónustu iands síns. Var honum þá umbunað með því, að konungur útnefndi hann lénsherra eða landsstjóra (guvernör) á íslandi. Um svipað leyti var Bjelke og sleginn til riddara með mikilli viðhöfn. Bjelke var í miklu vinfengi við Friðrik konung þriðja. Jafnframt landstjórn á íslandi gerði konungur Bjelke að flotaforingja. Gat Bjelke sér mik- inn orðstír í bardögum við sænska flotann á styrjaldar- árunum 1657—1660. Þegar Friðrik þriðji gerðist ein- valdur studdi Bjelke hann mjög eindregið og hlaut margvíslegar sæmdir að launum. Erfðahyllingunni í Kópavogi stýrði Bjelke með harðri hendi, svo sem al- kunnugt er, en hún fór fram 28. júlí 1662. Hótaði Bjelke að beita hervaldi, ef ekki yrði látið að orðum hans. Þrátt fyrir þessa ömurlegu minningu, sem fellt hefur ærinn skugga á nafn Bjelkes í augum íslendinga, verð- ur því ekki á móti borið, að Bjelke hefur verið einhver mikilhæfasti hirðstjóri, sem Danir sendu hingað til lands. Jón Halldórsson í Hítardal segir svo frá, að hann hafi haldið landinu í góðri stjórn og stilli, Ijúfur og lítillátur við alþýðu manna, en strangur við stórbokka, ef til þurfti að taka, enda gerðust engir til að ýfast við hann. Hann var andvígur fordild og flysjungshætti, vildi, að menn héldu sig eftir hætti landsins í fæði og klæðum, reyndi að bæja frá álögum á landsmenn, með því að sýna utanlands, hvert viðurværi menn hér hefðu við að búa. Hann fylgdi ella vel fram boðum konungs í öllu því, er hann taldi landinu nytsamlegt. Svo segir Jón Halldórsson og, að landsmenn hafi tregað hann sem föður, er þeir fréttu lát hans. — Og þótt aðrir sagnarit arar beri honum nokkru miður söguna, verður þó sýnt, að Bjelke hefur enginn hversdagsmaður verið. Henrik Bjelke andaðist 16. marz 1683. y 1K l'N G U R 287

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.