Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 23
eykst um, þarf að mestu leyti að starfrækjast hér við Faxaflóa, þá held ég að of mikil þröng verði hér á miðunum og erfitt með afgreiðslu við land, þannig að mikill bagi verði að bæði fyrir þá báta, sem nú eiga hér heima við Faxa- •flóa og eins hina, sem þurfa að liggja hér við, og heima eiga úti á landi. Ég sagði áðan að þetta væri mál, sem væri mál dagsins í dag. Ég vil enn undirstrika það, að þetta mál þolir enga bið. Auknar verstöðvar, dreifðar við hin fengsælustu fiskimið þessa lands, eru strax jafn nauðsynlegar og margt annað, sem gera þarf fyrir þessa væntanlegu auknu útgerðarstarfsemi. Síðan þetta er ritað, sem hér er að framan sagt, eru nú fengin leyfi til að smíða 30 togara í Bretlandi á næstu 2 árum. Sjálfsagt er að fagna þeim í'áðstöfunum, en ég tel að rétt hefði verið að bæta nokkrum skipum við frá U.S.A., þar sem þau fengust byggð þar strax. Þá hefir heyrzt að útgerðarmenn óski nær einhuga eftir að brezku togararnir verði með kolavélum. Þetta mun mörgum vonbrigði, en hér skal þó enginn dómur á það lagður, til þess brestur þann, er þetta ritar, þekkingu, en það virðist þó í meira lagi skrítið, ef ekki er hægt að veiða á diesel- togara við strendur Islands eins og það er hægt í öðrum höfum t. d. við strendur Ameríku. En hvað um það, allir íslandingar hljóta að gleðj- ast yfir því mikla átaki, sem nú er verið að gera með því að fá ný tæki í stað þeirra gömlu skipa, sem hingað til hafa hjálpað þjóðinni það áleiðis, að hún getur nú talizt menningar- þjóð. Og við sltulum biðja allar góðar vættir að hjálpa því máli heilu í höfn og senda út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann, ef hann ætlar að spilla.þessu mikla þjóðþrifamáli. Og þó hér sé eigi rætt um framtíð annara atvinnu- vega þessarar þjóðar, þá megum við vera þess vissir, að undirstaða allra annara atvinnuvega þjóðarinnar er sú, að sjávarútvegurinn blómgist og eflist landi og þjóð til heilla. Að því skulum við allir vinna samhuga og án allrar sundrung- ar og flokkadrátta. Hafnarfirði, 9. september 1945. óskar Jónsson. Grein Eysíeins «lónssonar. Ritstjóri sjómannablaðsins Víkings hefir gef- ið mér kost á að rita í blaðið grein um sjávar- útvegsmál. — Hann mun hafa gefið mönnum úr öðrum stjórnmálaflokkum, sem sérstaklega hafa fjallað um sjávarútvegsmál, kost á þessu sama. Ekki er þó víst ætlast til þess að ritgerð- in verði venjulegt stjórnmálainnlegg, á þann hátt, að þar verði fjallað um eldri og yngri á- greiningsmál milli flokka né lagður dómur á verk þeirra, heldur verði vikið að sjávarútvegs- málum almennt og þeim verkefnum, sem næst eru. Mun ég fylgja þessu eftir getu, en biðja verð ég afsökunar á því, að ég hlýt að minnast á æði mörg atriði og get því ekki gert ítarleg skil hverju um sig. Bræður. Fiskveiðar hafa frá landnámstíð verið stór þáttur í atvinnu íslendinga, en þó mismunandi veigamikill þáttur. Landsmenn hafa löngum byggt afkomu sína á landbúnaði og sjávarút- vegi og oft nokkuð jöfnum höndum á hvoru- tveggja. Með breyttum starfsháttum hefir verkskiptingin í landinu aukizt frá því sem áð- ur var, þegar flestir voru í senn bændur og fiskimenn. Hefir þróunin orðið sú, að í hlut landbúnaðarins hefir fallið sem aðalverkefni að framleiða matvæli fyrir innlendan markað, enda þótt útflutningur landbúnaðarafurða hafi löng- 1 tKINGVR um verið all verulegur og verði svo væntanlega framvegis. Það hefir hinsvegar orðið hlutskipti sjávarútvegsins að afla söluvöru til útflutnings, og hafa hin geysimiklu utanríkisviðskipti ís- lendinga á síðari árum að langmestu leyti byggst á framleiðslu sjávarafurða og sölu þeirra úr landi. Jafnframt er auðvitað talsvert notað af fiskmeti í landinu sjálfu. En það raskar ekki því, fremur en töluverður útflutningur landbún- aðarvara, að þessi hefir í stórum dráttum orðið verkaskiptingin milli landbúnaðar og sjávarút- vegs. Landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn eru hinir tveir stóru bræður meðal bjargræðisvega þjóð- arinnar. Með aukinni verkaskiptingu hafa leiðir þessax-a tveggja bi'æði'a nokkuð skilist fi'á því sem áður var. En landsmenn allir eiga mikið undir því, að samvinna sé góð rnilli bræðranna, þótt þeir hafi hvor sínu hlutvei'ki að sinna. Hvor bræðranna um sig verður að læra að meta réttilega verk hins. Báðir vei’ða þeir að gei'a sér gi-ein fyrir því, að hvorugur getur án hins vei’ið. Bx'æðui’nir eiga fleira sam- eiginlegt en ýmsir vilja láta í veðri vaka, og það er færra, sem í milli þax'f að bei’a, ef rétt er á haldið, en sumir hafa talið sér trú um. Það er svo margt, sem þeir hljóta að eiga sam- eiginlegt, sem sækja bjöi’gina beint í skaut nátt- úrunnar. 293

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.