Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 29
Oscar Jensen: hernshuclocjLin i BRYNDREKANNA Tvö fyrstu brynvörðu herskipin í flotasögunni voru franska skipið „La Glorie“ — byggt árið 1859 — og enska skipið „The Warrior,“ sem hljóp af stokkunum ári síðar. Þó nýtt tímabil hefjist í sjóhernaði með bygg- ingu þessara skipa, voru þau á engar áberandi hátt frábrugðin hinum stærri herskipum þessa tíma, hvað siglur og reiðaútbúnað snerti. Engu að siður var þó byg'ging þeirra og útlit allt ólíkt liinum eldri skipum og þau einnig hvort öðru ólík. Bæði voru einskonar sam- steypa af gufuskipi og seglskipi. „La Glorie" hafði skútustefni og venjulegan reykháf, en „The Warrior" hafði aftur á móti klipperstefni og tvær lágar reyk- hettur sem naumast voru sýnilegar yfir skjólborð skips- ins. Á nútímamælikvarða voru þessi brynvörðu skip mjög veikbyggð og ótraust. Til dæmis voru aðeins þrír fimmtu hlutar af hliðum „The Warrior’s" brynvarðir — og aðeins með 4% þuml. þykkum járnplötum utan á 18 þuml. þykkum timburbyrðingi. Á báðum -skipunum voru kinnungar og slíður, stýri og stýrisútbúnaður ali- ur án nokkurrar sérstakrar varnar. Aðrar þjóðir fóru auðvitað fljótt að dæmi Englend- inga og Frakka, og endurbætur á brynvörn skipanna komu fram hvað af hverju. Þannig tóku Frakkar að út- búa hin brynvörðu skip með stálspora eða trjónu fram úr stefni þeirra undir -yfirborði sjávar. Þessi trjóna var kölluð „hrúturinn", og skipin „Brynhrútaskip.“ Að sjálfsögðu var ekki hægt að leggja tréskipin niður með öllu. Var því horfið að því ráði að breyta ýmsum þeirra á þann hátt að lækka skipsskrokkinn og brynverja hann síðan. Þannig var danska fylkingarskipinu „Danne- brog“ breytt í brynvarða freigátu. Á þessum umskipta- tímum var geypilegum fjárbæðum varið til slíkra breyt- inga á herflotum ýmissa þjóða, án þess að nokkur reynsla væri fengin fyrir því hvort þessi dýru, brynvörðu skij) væru hinum venjulegu skipum nokk- uð fremri að orustuhæfni. Það var fyrst árið 18(52, í borgarastyrjöldinni í Norður-Ameríku, sem hugmyndir sérfræðinganna í þessum efnum fengu staðfestingu. Fyrir borgarastyrjöldina áttu Suðurríkin engan her- flota, en strax í upphafi ófriðarins náðu þau á sitt vald gufufreigátunni „Merrimac,“ sem var stærsta og bezta herskip Norðurríkjanna. Þegar þetta skeði lá „Merrimac" í herskijjasmíðastöðinni í Norfolk vegna ketilaðgerðar, en þar áttu Norðurríkin mikinn forða af skotfærum og öðrum hergögnum. Ástæðan til þess að þessi herskipasmiðastöð, sem lá beint á móti, og aðeins Franski bryndrekinn ,,La Gloiresmíðaður árið 1859. VtKINGVR. m

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.