Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 55
Finnur Magnússon: Danmerkurför á briggskipi ári3 1797 Margro vikna volk í hafi Höfundur ferðasögu þeirrar, sem prentuð er hér á eftir, Finnur Magnússon leyndarskjalavörður og prófessor var fæddur í Skálholti í Biskupstungum 27. ágúst 1781. Foreldrar hans voru Magnús lög- maður Ólafsson frá Svefneyjum, bróðir Eggerts skálds og náttúrufræðings, og Ragnheiður Finns- dóttir biskups Jónssonar. Ólst Finnur Magnússon að nokkru leyti upp með móðurbróður sínum, Hannesi biskupi Finnssyni, einhverjum fróðasta manni og lærðasta sinnar samtíðar á íslandi. Hannes biskup andaðist árið 1796. Ári eftir lát hans útskrifaðist Finnur úr heimaskóla frá Geir biskupi Vídalín og sigldi litlu síðar til háskólanáms. Var hann þá aðeins 16 ára að aldri. Frá þeirri sögulegu siglingpi segir hann í blöðum þeim, sem hér fara á eftir. Hafði Finnur tekið sér fari með briggskipi Bjarna kaup- manns Sívertsens í Hafnarfirði, er hét „De tvende Söstre“. Það var allstórt kaupfar, 163 lestir og með- al hinna stærri íslandsfara um þær mundir. Þótt eigandi skipsins væri íslenzkur, var áhöfn dönsk, enda var það almenn trú þá, að íslendingar væru ekki færir um að sigla svo stórum skipum, og yrðu aldrei til þess hæfir. Ferðasaga Finns Magnússonar er allmerkileg fyr- ir margra hluta sakir. Hún er ágætt sýnishorn þess, hvernig samgöngum var háttað milli íslands og Dan- merkur fyrir hálfri annari öld, og hvílíkir erfiðleik- ar gátu mætt farþegum á þeirri leið. Þá er og skemmtilegur blær á frásögninni og málfar einkenni- legt, — skilgetið afkvæmi síns tíma. Stafsetningu er breytt, svo að hún verði engum til trafala við lest- urinn. Því miður vantar niðurlag dagbókarinnar, sem hefur týnzt með einhverjum hætti. Finnur hefur þó sjálfur bætt úr því að nokkru, þvl að árið 1807 jók hann við dagbókarblöðin eftir minni. Þess skal getið um Finn Magnússon, að hann varð hinn mesti fræðimaður á norræn vísindi, dvaldist lengst af í Kaupmannahöfn og hlaut þar háar veg- tyllur. Prófessor varð hann við háskólann í Kaup- mannahöfn árið 1815, og flutti þar fyrirlestra um VÍKINGUR norræna goðafræði og fornbókmenntir Norðurlanda. Þá hlaut hann og stöðu í leyndarskjalasafni kon- ungs og varð forstöðumaður þess árið 1829. f stjórn Árnasafns sat hann lengi, var meðal stofnenda Hins íslenzka bókmenntafélags og átti sæti í stjórn Hafn- ardeildar þess, lengi sem forseti. Enn var Finnur varaforseti fornfræðafélagsins og átti meginþátt í störfum þess hinum merkilegu, ásamt forsetanum, C. C. Rafni. Ritstörf Finns eru geysimikil. Varð hann frægur víða um lönd fyrir bækur sínar um norræna fornfræði og útgáfu á ýmsum merkisritum. Nú er svo komið, að mörgum kenningum Finns hef- ur verið hrundið af fræðimönnum síðari tíma, er telja hugmyndaflug hans verið hafa helzt til laus- beizlað og í því ofvöxtur, saman borið við dóm- greindina. Allt um það var starf hans merkilegt. Þess ber að gæta,- að víða var um frumrannsóknir að ræða, er Finnur hóf fyrstur manna. Og hvað sem líður sanngildi ýmissa staðhæfinga Finns, verð- ur það aldrei frá honum tekið, að hann glæddi mjög áhuga manna víða um lönd á fornum fræðum nor- rænum. Finnur Magnússon lézt árið 1847. Hann var hinn mesti drengskaparmaður í hvívetna, og þótt hann dveldist mikinn hluta ævi sinnar á erlendri gnind vildi hann hag og heill fósturjarðar sinnar umfram alla hluti aðra. Ferðasaga Finns, sú er hér birtist, ber heitið: „Fragment (=brot) af dagbók yfir ferð frá Hafnar- firði til Kaupmannahafnar með briggskipinu „De tvende Söstre", færðu af skipherra Jens Rasmussen Præst 1797“. Ferðasögubrot þetta hefur einu sinni verið prent- að áður, í Eimreiðinni, III. árg. 1897. G. G. Fyrsta vika ferðarinnar. 9. sept. Laugardag. Um morguninn snemma sigldum við þrír passagerer (þáverandi cand. juris, nú sýslumaður í Suður-Múlasýslu Theo- 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.