Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 56
dorus Thorlacius, núverandi adjunct við Bessa-
staða Latínuskóla Jón Jónsson, og ég) frá Görð-
um á íslenzku skipi, þegar eftir gjörðu aftali
sást flaggað hjá Prest, náðum við honum og
svo hæglega á útsiglingu hans. Þennan dag var
góður landsynningskaldi, og við komumst um
kvöldið til Fuglaskerja, þá logn gjörðist.
Finnur Magnússon um þrítugt.
10. Kl. 11 um morguninn var Snæfellsjökull
að sjá í austur-landnorður. Þá var vindurinn á
landsunnan með stífum kalda, en hvessti um
nóttina.
11. Var ofsastormur, drifum við vestur í
haf, sami vindur.
12. Sama veður, þó með nokkuð hægra vindi.
12. Sama veður. Báða þessa daga var regn.
14. Lognveður.
15. Sigldum um nóttina góðan NW vind frá
7 til 3 mílna í vakt (mesti gangur Lötu Brúnku)
þ. e. á fjórum klukkutímum. Laugardagsnóttina
sneri vindurinn sér til austurs með ofsastormi
með nokkru regni, sem ei fyrr lægði en seint
um kvöld. Hvessti strax aftur.
önnur vika.
16. Vaxandi ofviðri, svo varð að )áta skipið
drífa með tveimur seglum rifuðum, sem loksins
rifnuðu rétt í því skipherrann ætlaði að fara
að láta halda bænir. Fór þá hvert mannsbarn
(nema ég, sem lá í sjósóttar kröm eins og alla
fyrrí dagana í rúminu) upp á dekk, hvar skárst
hafði verið, því í káhyttunni gat maður hvorki
setið, staðið né legið. Tveir menn stóðu alltaf
við stýrið, og stundum drengur sá þriðji, en hin-
ir voru að bjarga seglunum, sem tregt gekk,
þar hver kaðallinn slitnaði af öðrum. Skipherr-
ann var orðinn lafhræddur. En mitt í þessu, um
nónbil, sneri vindurinn sér hastarlega í útnorð-
ur og sjávarólgan sefaðist stórum, hver vindur
þó ei varði nema litla stund, þá hann smám
saman sneri sér til suðurs. 1 þessu slingraði
skipið skelfilega, svo tvær rúður meðal annars
brotnuðu, önnur í hurðinni, hin í stórum gler-
skáp. Þegar við ætluðum að fara að borða, rauk
ég af kipp, sem kom á skipið, í loftinu yfir kistu
sem var milli mín og skipsborðs (hliðveggsins)
og kom þar niður á höfuðið. Þá mátti læra að
fljúga. Mad. Puls*) flaug líka eins og fuglinn
út úr skálinni hjá stýrimanninum, og allt var á
ringulreið. Sérhvað eitt var reyrt niður með
reipum og klömpum.
17. Hvass landsynningur með regni, og nótt-
ina eftir jókst hvoi’ttveggja.
18. Nokkuð hægra veður með stórskúrum og
landnyrðingi. Vorum við eftir bestikkinu móts
við Fuglasker.
19. Sama veður. Um kvöldið logn.
20. Lítil gjóla á landsunnan er viðhélzt fram
til kl. 7 e. m., þá logn gjörðist. Um nóttina kl. 11
sneri vindur sér til vesturs.
21. Viðhélzt sami vindur. Sigldum frá 3 til
41/2 niílu ávakt, og um nóttina 4 til 6.
22. útnyrðingur, er snarsneri sér til suðurs,
og um nóttina til landsuðurs.
Þriðja vika.
23. Stórviðri á landsunnan. Lygndi hann þá,
en leit illa út.
25. Kl. 4 fengum við hægan útnyrðing. Vor-
um eftir skipherrans reikningi hér um 60 mílur
fyrir vestan Færeyjar. Um leið og við ca kl. 1
vorum nær því loknir við að fá til lífs vorn sið-
vanalega bleytta harða fisk og smjör-ölgraut,
kom bátsmaðurinn niður í káhyttu og beiddi
skipherrann að koma upp á dekk. Við fórum þar
upp skömmu eftir, og var þá farið að venda í
mesta flaustri. Skipherrann var heldur snúðug-
ur í bragði, og loksins fengum við að vita að við
værum komnir svo langt að Færeyjar sæjust,
og ei óhætt að halda sömu stefnu. öllum kom
þetta mjög óvart, þar við eftir stýrimanns-út-
reikningnum áttum að vera fullar 12 þingmanna-
leiðir fyrír vestan Færeyjar, sem sló þannig lítil-
lega feil, og sýndi hve sterkir formennirnir voru
í konstinni.
26. Hvass landsynningur með stórskúrum.
*) Puls er latína og merkir grautur. Hefur þetta ver-
ið orðatiltæki skólapilta og haft um grautinn.
326
VÍKINGUR