Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 57
Hrakti okkur þá til baka fyrir straumi og vindi vestur eftir, svo bráðlega hurfu Færeyjar úr sýn. Sama veður viðhélzt einnig um nóttina. 27. Stýfingskaldi á landsunnan. Sigldum við aftur lítið á leið með barningi, komumst þó ei svo langt að við sæum Færeyjar. Um nóttina lét skipherrann drífa til baka með sama vindi og veðri. 28. Skúraveður með sunnanvindi framan af, en um nónbil sneri vindurinn sér til útnorðurs, og síðan, þá blæjalogn kom, mest allan þennan dag, var regn til kl. 5, þá hann létti upp. Um nóttina kom aftur mótvindur á landsunnan með stormi og regni. 29. Þá á daginn leið urðum við að láta drífa. Um miðnætti lygndi, en skömmu eftir var vind- urinn kominn til útnorðurs með stórsjó og lnáð- ar-regni. Þá datt niður briggseglið, braut bomm- an í sundur borðstokkinn og sló þeim sem við stýrið sat, flötum á dekkið etc. etc. Þá var hark og klaufna spark í Nóa míns ark. Fjórða vika. 30. Var ennþá kominn sunnan vindur með lítilli gjólu, en hvessti þegar á daginn leið. Um kvöldið var ofsastonnur. Lét þá okkar hátt upp- lýsti kapteinn drífa vestur í haf á ný. 1. október. Var hægt veður framan af, sigld- um við þá aftur á leið til Færeyja, en þá á dag- inn leið sneri vindurinn sér til austurs, og um kvöldið gjörði storm á landsunnan, sem óx þeg- ar leið á nótt. 2. Vindurinn á landsunnan með hríðar-regni til kl. 3 e. m., þá hann létti upp og kom á út- norðan, og gjörði bráðum blæjalogn. Nú sáum við skip langt frá okkur, er nokkrir meintu Pink*), aðrir Brigg. 3. Sáum þá sömu Pink um morguninn lítið á undan okkur, og brúkaði engin eða fá segl svo að hún gæti beðið eftir oss. Setti þá kapteinninn upp sitt hátíðarflagg, hverj u hitt skipið skömmu seinna svaraði með öðru af aftasta mastrinu, því að það var þrímastrað. Býsna tíma var nú okkar stampur með öllum seglum að ná henni, sem loksins varð, svo skipin lögðust hvort á hlið öðru; töluðust þá skipherrarnir við. Pinken var frá Kaupmannahöfn,en kom nú frá hvalveið- um í Strat-Davis, hvaðan það ei hafði verið lengur á ferðinni en 3 vikur. Skipherrann hét Heinbye. Hann spurði loks hvort við skyldum sigla saman, hvað okkar Prestur ei sagði geta látið sig gjöra, og það með fullum sanni, því strax setti Pinken til öll segl, og á skammri *) Pink var sérstök skipstegund, venjulega þrísigld vöruflutningaskip raeð all-einkennilegu afturstefni. stundu komst hún langt fram fyrir okkur, svo við aðeins eygðum hana um kvöldið, og síðan höfum við ekki til hennar séð. Nú sáum við Færeyjar. Um kvöldið var hvass útsynningur. 4. Var hvass á sunnan-útsunnan með smáskúrum, en hvessti þegar á daginn leið og gjörði mesta stórsjó, sem gekk yfir dekkið, og einu sinni fyllti svo kabústuna (matrósa-skál- ann), að varð að ausa upp úr henni með fötum. Þegar átti að fara að halda bænir um kvöldið, sté sjórinn upp í káhyttugluggann einn og skvetti stórgusum fram yfir borðið, svo ausa varð upp af gólfinu, en skipið veltist á ýmsum endum, því logn var. Síðan voru allir gluggar úr teknir en aftur látnir í hlerar, sem þeir kalla port, hvað og svo var gjört við einn eða tvo glugga 4 kvöldum áður. 5. Um morguninn gjóla á sunnan-útsunn- an, stundum með smáskúrum, en hvessti þegar á daginn leið. 6. Hvasst ennþá á sunnan-útsunnan, þykkt loft þó regnlaust, þar til hér um bil kl. 7, þá hvessti og gjörði lítið regn. Um nóttina var mesta ofviðri með miklu regni; storminn lægði eftir miðnætti, en hríðin óx. Fimmta vika. 7. Ennþá hvasst á sunnan-útsunnan. Þykkt loft, þó regnlaust, þar til hér um kl. 7 um kvöldið, þá hvessti enn meir og gjörði nokk- uð regn. Um nóttina var mesta ofviðri, sem ei lægði fyrr en eftir miðnætti, þá hríðarregn gjörðist. 8. Hvasst á útsunnan. Sigldum á veg til Fær- eyja. Skúraveður. Sigldum 3 til 4 mílur á vakt. Stórsjór, sem hægði um nóttina kl. 10. Snerist þá vindurinn til vesturs með regni. 9. Nú fengum við fyrst haganlegan byr (á vestan) að heita mátti, frá því við fyrst sigld- um út úr Hafnarfirði, og nú sigldum við loks fram hjá Færeyjum að norðanverðu, eftir að liðinn var fullur hálfur mánuður frá því við sá- um þær fyrst, og þá hefðum við hæglega getað komizt hjá þeim, hefði skipherrans heigulskap- ur eða viljaleysi ekki staðið í vegi, — svo var að minnsta kosti alþýðu meining á okkar sveym- andi samkundu. Eftir hádegi lygndi nokkuð og létti upp; um kvöldið hvessti aftur. Þennan dag sigldum við 3 til 4 mílur á vakt. 10. Vestanvindur, góður byr. Sigldum við um morguninn 4 til 51/2 mílu á vakt. Þegar á leið, snerist vindurinn lítið til norðurs og lygndi nokkuð. Um kvöldið var logn og regn, en létti upp um nóttina. 11. Kaldi á vestan. Þykkt loft. Sigldum 3 til 4 mílur á vakt. Um miðdag vorum við eftir be- stikket fyrir miðju Hetlandi*). Kl. 8 lét skip- *) Þ. e. Hjaltlandi. VÍKINGVR 327
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.