Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 61
Útgerðarstaðir og verstöðvar SANDOERÐI Eftir Gils Guðmundsson. Þriðja grein. útgerðin síðari árin. Árið 1933 varð sú breyting á útgerð og at- vinurekstri Haraldar Böðvarssonar í Sandgerði, að tveir ungir menn gengu til samstarfs viðhann og sameignar, og sáu eftir það um rekstur fisk- veiðistöðvarinnar að langmestu leyti. Menn Nokkur af húsum h. f. Miðnes. þessir voru Ólafur Jónsson frá Akranesi og Sveinn Jónsson úr Reykjavík. ólafur er fæddur á Akranesi 28. apríl 1907, sonur hjónanna Jóns Gunnlaugssonar vitavarðar og Guðlaugar Gunn-- laugsdóttur. Hann lauk prófi í Verzlunarskól- anum árið 1927. Starfaði hann síðan við út- gerð og verzlun Haraldar Böðvarssonar á Akra- nesi unz hann varð meðeigandi Sandgerðis- stöðvarinnar svo sem áður segir. Kona hans er Lára Guðmundsdóttir. Sveinn Jónsson er fæddur í Reykjavík 21. okt. 1907, sonur hjónanna Jóns Einars Jónssonar prentara og Sigurveigar Guðmundsdóttur. Hann stundaði verzlunarnám bæði hér heima og í Englandi, og vann síðan við verzlunar- og skrif- stofustörf í Reykjavík, unz hann .gerðist skrif - stofumaður hjá Lofti Loftssyni 1 Sandgerði. Lar starfaði hann síðan til ársins ] 933, að hann gerðist meðeigandi hlutafélagsins Har. Böðvars- son & Co. í Sandgerði. Kvæntur er hann Ragn- heiði Einarsd., ættaðri úr Rvík. Sveinn og ólafur hafa í sameiningu veit fyrirtæki þessu forstöðu víkingur síðan. Árið 1941 seldi Haraldur Böðvarsson sinn hluta Sandgerðiseigna. Kaupandinn var h.f. Miðnes, sem Sveinn og ólafur gengust þá fyrir að stofnað yrði. Eru þeir aðaleigendur þess félags. Stjórnina skipa: Sveinn Jónsson, for- maður, Ólafur Jónsson og Axel Jónsson. Þau ár, sem Ólafur Jónsson og Sveinn Jóns- son hafa átt og rekið fiskveiðistöðina í Sand- gerði, hafa þeir fært allmikið út starfsemina, komið á fót beinaverksmiðj u og reist stórt lmað- frystihús. Axel Jónsson hefur starfað við útgerðarfyrir- tæki í Sandgerði um 30 ára skeið. Hann hefur verið verzlunarstjóri hjá h.f. Miðnes frá því er félagið var stofnað. Er það umfangsmikið og erilsamt, einkum á vertíðinni, en Axel hefur rækt það með mikilli lipurð og dugnaði. Loftur Loftsson rak fiskveiðistöð sína af kappi allmiklu, svo sem áður er frá skýrt. Þegar krepputímarnir hófust um og eftir 1930, þústnaði mjög að hjá sjávarútvginum, og urðu margir útgerðarmenn fyrir þungum á- föllum, svo að fyrirtæki sumra þeirra sliguðust með öllu. Útgerð Lofts hafði lengst af borið sig vel, en nú tók að þyngjast fyrir fæti. Kom þar að lokum árið 1936, að Loftur sé sér ekki fært að halda útgerð lengur áfram. Yfirtók Lands- bankinn þá útgerðarstöðina í Sandgerði, en við Við bryggju. Nýr viti í smíðum. 331

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.