Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 65
Vertiðina 1944, öfluðu þeir 32 vélbátar, sem frá Sandgerði réru, samtals 33 500 skippund af fiski. Verðmæti aflans að innanlandsverði var 8 milljón og 375 þús. kr. Af þessum afla fóru í frystihúsin í Sandgerði og frystihúsið í Gerðum í Garði um 10 þús. skippund. Nam það að úi- flutningsverðmæti 5 millj. 302 þús. kr. Lýsið, sem úr vertíðarfiskinum fékkst, gerði að út- flutningsverðmæti 1 millj. 560 þús. kr. Þau 23 þús. skippund, sem flutt voru út ísuð eða söltuð, námu að útflutningsverðmæti 5 millj. 875 þús. kr. Hefur því heildarútflutningsverðmæti afla þess, sem kom á land í Sandgerði frá því í jan- úar og þar til í maí 1944, numið hvorki meira né minna en um 13 millj. kr. Sjúkraskýlið. „Margt skeður á sæ“, segir gamalt máltæki, og hefur það löngum þótt sanni nær. Eitthvað svipað má eflaust segja um þá staði, þar sem athafnalíf allt er með miklum hraða og stend- ur ekki með miklum blóma nema skamman tíma á ári hverju, þar sem fjöldi manna safn- ast saman úr ýmsum áttum, leggur á sig vos og vökur til að grípa gullið meðan það gefst, og verður oft að búa við misjafna aðbúð fjarri heimilum sínum. Ef til vill er óvíða meiri þörf á einhverri aðhlynningu og hjálp í viðlögum en einmitt þeim stöðum, þar sem þessu líkt stend- ur á. í Sandgerði hefur aldrei læknir setið. Hefur því orðið að leita til Keflavíkur eða Grindavík- ur þegar til læknis þurfti að grípa. Reyndist það oft mjög bagalegt, meðan ekki var hægt að fá gert skaplega við skurð á hendi eða graftar- bólu á hálsi án þess að standa í læknisvitjun eða ferðalögum undir læknishendur. Þá var það ákafiega illt, að sitja ráðalítill uppi ef maður veiktist skyndilega. Var sjaldan hlaupið á að koma sjúklingi fyrirvaralaust í sjúkrahús, enda langan veg að fara, en á hinn bóginn engin leið að annast fárveika menn í litlum og loftillum svefnskálum, þar sem fjöldi sjómanna hafðist við og gekk um á öllum tímum sólarhringsins. Það var því hið þarfasta verk, er Rauði Kross íslands hófst handa árið 1937 og reisti í Sand- gerði ágætt sjúkraskýli. Það er að vísu ekki stórt, en bætir þó prýðilega úr brýnni þörf. í húsinu eru tvær vel búnar sjúkrastofur, og geta legið þar fjórir sjúklingar í einu. Ef nauðsyn krefur, er hægt að taka við nokkru fleiri sjúkl- ingum um stundarsakir. Veturinn 1939—1940 var sjúkraskýlið endur- bætt allmikið. Þar var þá einnig komið upp finnsku baði. Hafði tekizt að festa kaup á bað- ofni og fá hann afhentan fáum dögum áður en styrjöldin hófst. Hefur bað þetta verið mikið VÍKINGUR notað síðan, og þykir sjómönnum það hið mesta þing. Þá eru og venjuleg steypiböð í húsinu. • Á hverri vertíð hefur Rauði Krossinn ráðið vel mennta hjúkrunarkonu til að annast rekst- ur Sjúkraskýlisins, en læknir frá Keflavík hefur eftirlit með sjúklingum og framkvæmir meiri háttar aðgerðir. Nýtur starfsemi þessi mjög mikilla vinsælda, enda hefur hún bætt úr brýnni þörf. Áður en Sjúkraskýlið var reist höfðu hj úkrunarkonur frá Rauða krossinum starfað um langt skeið á vertíð hverri í Sandgerði. Menningarstarf. Eins og gefur að skilja, hafa menn þeir, sem ráða sig á vetrarvertíð í Sandgerði, oftast nær nóg að gera, og mega ekki vera að því að sinna Sjúkraskýli R. K. í. í Sandgerði. annarlegum hlutum. En þó er það jafnan svo, að á hverri vertíð koma lengri eða skemmri tímabil, sem frátök verða, og ekki er á sjó farið. Þá hafa aðkomumenn að helzt til fáu að hverfa, sízt af öllu nokkru því, sem einhvers er um vert og gildi hefur. Þó er það nokkur bót í máli, að til er „Bókasafn sjómanna í Sandgerði“. Hefur Valdimar össurarson skólastjóri haft forgöngu um það mál og séð um safnið. Þessi starfsemi hefur eflaust gert nokkurt gagn og stytt ýms- um stundir, þótt full þörf sé að efla safnið og koma upp lesstofu í sambandi við það. önnur menningarstarfsemi hefur því miður verið sára- lítil meðal sjómanna í Sandgerði. Að vísu beitti Eiríkur prestur Brynjólfsson á Útskálum sér fyrir stofnun málfundafélags sjómanna, og eru allmörg ár síðan. Sú starfsemi féll niður og hefur ekki verið endurvakin. Húsnæðisleysi hef- ur og tálmað mjög öllum slíkum störfum. Nú fyrst er verið að ráða bót á þeim annmarka, og er þess að vænta, að menningarbót verði að. MiSneshreppur. Það þykir hlýða að farið sé nokkrum orðum um hrepp þann, sem Sandgerði tilheyrir, áður en þáttum þessum lýkur. Miðneshreppur nær yfir byggðina frá Garðskaga og allt suður á Stafnes. íbúatala hreppsins er um 570 manns. í kaup- 335
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.