Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 68
henta á Vestfjörðum. Fann hann því upp nýtt
lag, sem hann hefir notað æ síðan og hefir
reynzt afburða vel, bæði á Vestfjörðum og ann-
ars staðar, því að bátar hans eru nú komnir
víða um land, meira að segja alla leið til Aust-
fjarða.
Bátur er sýnir smíöalag Gísla Jóhannssonar.
1934: Þilskipið „Njáll“ smíðað upp og sett
í það 100 hesta vél. Er nú í Hafnarfirði.
Það gefur að skilja, að hér að framan eru
aðeins örfá dæmi nefnd um starfsemi Gísla.
Frá bátasmíðastöð hans hafa nú flotið á 4.
hundrað fleytur, frá skektum og upp í allstór
fiskiskip. Og mikið af þessu er eins manns verk,
þótt hann að sjálfsögðu hafi notið nokkurrar
aðstoðar. Mesta og bezta aðstoð hefir Hjörtur
bróðir hans veitt honum. Kom hann til bróður
síns um fermingaraldur og dvaldi við smíðar
hjá honum um 20 ára skeið. Þar eð Gísla auðn-
aðist ekki að afla sér fagmenntunar, kom hon-
um vel að hafa Hjört fyrir aðstoðarmann, því
að hann var fær um að leysa úr ýmsum erfið-
léikum. Gerði hann teikningar af mörgum þeim
bátum, sem þeir smíðuðu, þ. á m. af „Haf-
frúnni“ og „Konráði“. Rómar Gísli mjög iðni
og leikni bróður síns og telur aðstoð hans við
starfið hafa fleytt þeim bræðrum yfir marga
erfiða boða.
Um bróður sinn hefir Gísli sagt:
Opnir bátar voru fyrstu viðfangsefni Gísla
og urðu þeir brátt mjög eftirsóttir, einkum í
Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði.
Eftir 10 ára starf var honum ljóst, að hús-
rúm það, sem hann hafði haft, fullnægði ekki
þörfinni og byggði hann þá allstórt smíðahús.
Sama ár smíðaði hann fyrsta vélbátinn.
Næsta ár, 1916, smíðaði hann v.b. „Svaninn“,
10 smál. bát, sem hann síðar, 1930, stækkaði
upp í 16 smálestir.
Árið 1920 stækkaði hann smíðahús sitt til
muna. Er það nú 19,7X12,5 metrar að stærð
og þar rafknúin sög og fleiri nýtízku tæki til-
heyrandi atvinnurekstrinum. Er hús þetta svo
stórt, að þar er hægt að framkvæmt smíði á 30
smál. skipi.
Árið 1923 smíðaði hann „Haffrúna", 14 smál.
bát, en 1925 ,,Konráð“, 18 smál. „Konráð“ er
nú flóabátur á Breiðafirði.
Á þeim 40 árum, sem Gísli hefir nú starfað
sjálfstætt, hefir hann umsmíðað, breytt og end-
urbætt fjölda báta og skipa.
Hér skulu aðeins nokkur dæmi nefnd (tekin
eftir grein í Alþbl. jan. 1939 eftir Ingivald
Nikulásson):
1918: Skonnortan „Sigurborg" (um 30 smál.)
uppbyggð í kútterskonnortu.
1919: „Express“ (25 smál.) frá Flatey, var
stefnisbátur áður. Tekinn sundur fyrir aftan
miðju, breytt í kútter, klæddur upp og sett í
hann ný vél. Var þá sem nýtt skip.
1920: Fiskiskipið „Pilot“ (um 30 smál.) smíð-
að upp og sett í það vél. Sama ár gert við
„Vegu“ (um 25 smál.) frá Stykkishólmi. — Á
því ári smíðað fyrir 80—90 þús. kr.
„Skemmra hefði komizt á bráðsleipri braut
ef bróðirinn hefði’ ekki stutt,
æði tíðum hans aðstoðar naut,
þá úr götunni steini var rutt“.
Árið 1929 varð eitt hið erfiðasta ár Gísla,
að því er fjármálin snerti. Það ár varð hann
fyrir svo gífurlegu fjárhagstjóni, að tvísýnt var
um það, hvort hann gæti rétt starfsemi sína
við. Varð þetta til þess, að Hjörtur flutti frá
Bíldudal og lei'taði sér atvinnu annars staðar,
Missti Gísli þar sinn ötula samstarfsmann, sem
með ósérplægni, atorku og drenglyndi hafði
Fallegt smíðalag.
stutt hann í starfinu. — En áhugi Gísla og at-
hafnir voru ekki brotnar á bak aftur. Einn stóð
hann uppi, en það var aflraun, sem hann þoldi.
Hann hélt ótrauður áfram atvinnu sinni. Og
síðan hefir fjöldi báta frá honum komið, ýmist
338
VlKlNGUR