Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 70
Á liðnu hausti komu út nokkrar ljóðabækur
og hefur „Víkingur“ séð sumar þeirra. Tekur
hann sér það bessaleyfi að birta nokkur sýnis-
horn af því, sem honum þótti þar athyglis-
verðast.
Fyrst eru þá Ný ljóð Guðfinnu frá Hömrum.
Það er falleg bók, smekklega út gefin, og margt
er þar vel gerðra ljóða. Yrkja naumast aðrar
konur betur á landi hér um þessar mundir en
Guðfinna frá Hömrum. Ekki eru tök viðvan-
ingsins á kvæðinu Mannsbarn:
Við háan múr
er mannsbarn í förum
í leit að geislum,
í leit að svörum.
Sumstaðar bergið
er bergfléttu þakið,
sumstaðar blátt,
sorfið, nakið.
Maður gengur,
svo léngi sem lifir,
hvorki er vegur .
undir né yfir.
Kalinn á hug
og kvalinn efa
ræðst hann á bergið
hnýttum hnefa.
Þögul og köld
eru klettaleynin.
Svo ber hann höfði
við harðan steininn.
Þögnin eykst
og hann þrýstir í harmi
að náköldum hamrinum
nöktum barmi.
Hjarta mannsins
við múrinn grætur.
Að fótum bjargsins
hann fallast lætur.
Stjarna hrapar
í heiðnætur friði
sem hrynji laufblað
af Ijóssins viði.
Fyrri bók Guðfinnu frá Hömrum var vel tek-
ið. Flest hin sömu einkenni og þar skipuðu
öndvegið finnast einnig í ljóðunum hennar
nýju. Þó eru nýju kvæðin mörg hver beizkari,
tregafyllri og — að manni finnst — sannari.
Það er og augljóst, að skáldkonan hefur fast-
ari tök á yrkisefnum sínum nú en áður.
Hér kemur annað kvæði Guðfinnu:
Hið gullna augnablik.
Þú vissir það ei, þig gisti í gær
hið gullna augnablik.
Prá tímanna djúpi bylgja barst
að brjósti þér, ljós og hvik.
En sjón þín var haldin og heyrnin með
við hversdagsins önn og ryk.
Það örlögum réð að sál þín svaf,
er sótti þig heim sú stund,
því aldan, er faldar geislum guðs
um gæfunnar bláu sund,
hnígur aðeins eitt einasta sinn
á ævi þinnar fund.
I morgun vaknaði vera þín
í vitund um hjartans töp,
því nóttin átti sér engan draum
en ótal stjarna hröp.
Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf
vera illra norna sköp.
Með þöglum trega telurðu nú
hvert tímans bylgjuslag.
Nú stillir ei himinn hörpu meir
við hafsins undralag.
Það augnablik, sem var gullið í gær,
er grátt eins og vofa í dag.
Ég hvísla óði í eyra þér
um æskunnar týndu sýn.
En ljóð mitt á framar engin orð
og engan tón, sem skín.
340
VtKINGUR