Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 71
Þú vissir það ei: þetta augnablik var eilífðin mín og þín. en breytist svo er birtir í blávængjað ljóð. Steindór skáld Sigurðsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók á þessu hausti. Heitir hún: Man- söngvar og minningar. Margt er vel kveðið hjá Steindóri, og eru þó lausavísurnar ef til vill beztar. Sumar þeirra eru afbragð. Þessi er ein: Með hástrengdum seglum ég hélt eitt sinn á hafið í drottins nafni. Nú sigli ég meðfram Köldukinn með kolbláan sjó fyrir stafni. Önnur er svona: Bláum klæðum kvöld sig bjó; kular um hæðadrögin. Meðan blæðir sól í sjó syng ég kvæðalögin. Að haustlagi kveður Steindór: Þó að blikni blóm á hól og bráðum frjósi í spori ég mun geta ort um sól aftur á næsta vori. Enn segir hann: Ef að þú átt söng í sál siglirðu ei til baka. Mótvindur í myrkum ál mun þá aldrei saka. Steindóri þykir vænt um ferskeytluna og kveður fallega um hana: Vertu ávallt visan mín, vinurinn allra bezti. Oft hefur verið ást til þin allt mitt veganesti. Þá kemur hér eitt af ljóðunum, sem eru í þessari bók Steindórs: Berðu mig á burtu ó, blávængjaða þrá. Nú er vor í norðri og nóttin draumablá. Bágt átt þú í böndum mín barnslega þrá. Veifar væng hjá glugga þegar vornóttin er blá. Ekki færðu að fljúga yfir fjöllin rökkurblá. Bundin máttu bíða hjá mér blávængjaða þrá. Ég veit hvað þú ert viðkvæm þegar vornóttin er hljóð, Nú er bjart í norðri og nóttin gengin hjá. Svanir fljúga í suður og sólvængjuð þrá. Villtur vegar heitir ný ljóðabók eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Höfundur þessara kvæða hefur áður gefið út eina ljóðabók, og er þessi ótvíræð framför frá henni. Hér má finna nokkur kvæði allgóð, þótt yrkisefnin séu mörg hver gömul og slitin. Kvæðið Haust er svona: Heyrirðu ei nálgast haustsins þunga dyn, harmdöpur vein í stormsins tryllta hvin? Skýbólstrar hylja sól og syrtir að, sorgin er letruð á hvert rósablað. Þröstur um geiminn einn og friðlaus fer, flýgur að kveldi hljóður burt frá þér. Sérðu ekki að hólminn hefur breytt um lit, hejTÍrðu ei feigðarsöng í vindsins þyt? Þungjyndið grípur þreyttan huga minn, þegar ég andblæ haustsins nálgast finn. Fjúkandi laufblöð, fjarra skóga tár falla sem eiturdögg í hjartans sár. Sumarsins yndi allt er horfið mér, eilífan söknuð vekur minning hver. Þrösturinn minn er horfinn yfir höf, haustið mín bíður — köld og opin gröf. Lengsta og tilkomumesta kvæðið í hinni nýju bók Kristjáns frá Djúpalæk er Vermenn. Þar eru þessar svipmiklu mjmdir: Fram er hrundið báti í birting morguns brimgarð mót og jöfnum áratogum róið út, en þung er undiralda, æsist bylgjukvik í fjarðravogum. Færi er rennt, en út við hafsbrún hækkar hríðarbakki úfinn, skýjadökkur, fer um sæinn sveipur snöggra vinda, syrtir yfir dimmur élja mökkur. Ýfist sær, til yztu miða brýtur, áttæringur klýfur bárufalda. Klakar borð og kaðla, naumast lengur kaldar hendur þungum árum valda. Útsýn byrgir niðmyrk vetrarnóttin náhljóð brims og storms við eyru þýtur. Rís af gninni risavaxin alda, rekald eitt um grænan sjóinn flýtur. VÍKINGUR 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.