Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 36
Sigurjón
Valdimarsson
tók saman
Fyrsta þing FFSI
cjytrrb 'U-cyry- /2^0-0Vy 'pvVVfaý Uy, — cýdci rV-asT /f'Ur^ ** ý
„Fyrsta þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands var háð í Reykjavík
dagana 2. — 8. júní þessa árs.
Fulltrúar voru 16 frá 7 félögum skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra úr Reykjavík,
Hafnarfiröi og Siglufiröi, auk bráöabirðastjórnar sambandsins, sem kosin var á
stofnfundi.
Er þaö nýjung hér á landi aö stéttarfélög sjómanna á íslenska skipaflotanum
hefji samstarf sín á milli til verndar hagsmunamálum sínum.
Sú eining og sá samhugur, sem ríkti á þinginu, gefur góöar vonir um árangur af
samstarfinu. Meöal annarra mála sem tekin voru fyrir á þinginu var ásigkomulag
fiskiflotans, og voru ekki skiptar skoðanir um það að hrörnun og féleysi flotans
væri hin alvarlegasta hætta fyrir afkomu þjóöarinnar i heild, og þá ekki síst sjó-
mannastéttarinnar. Væri stéttinni því brýn nauðsyn aö leita úrlausnar á þessu
vandamáli.
Þessi mál voru tekin fyrir á þinginu:
Skólamál (Það er bygging nýs skólahúss fyrir hinar faglærðu stéttir innan sjó-
mannastéttarinnar).
Lög um atvinnu viö siglingar.
Launakjöryfirmanna á fiskiflotanum.
Öryggi sjófarenda.
Útgáfa blaös eöa tímarits fyrir sjómenn.
Viöhald skipa og viögerö á þeim hérlendis.
Um breytingar á alþýöutryggingum.
Endurbætur á Síldarverksmiöjum ríkisins.
Tolla og skattamál, aö þvíer viö kemur útvegnum.
Öll þessi mál voru rædd bæði í nefndum og á þingfundum, og geröar um þau
ályktir. Var sambandsstjórn falið að koma í verk umbótum á sumum þessara mála,
en önnur voru falin milliþinganefndum til athugunar. Að lokum var kosið í stjórn
sambandsins til næstu þriggja ára.
Þessir hlutu kosningu:
Forseti: Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, varaforseti: Þorsteinn Árnason vélstjóri,
gjaldkeri: Magnús Guðbjartsson vélstjóri, ritari: Konráð Gíslason stýrimaður,
meðstjórnendur: Sigurjón Einarsson skipstjóri, Júlíus Ólafsson vélstjóri og Guð-
bjartur Ólafsson hafnsögumaður".
36 VÍKINGUR