Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 47
Frá forystunni
hagsmunamál þjóöarinnar að ræöa. I þeim
málaflokki hefur sambandið eins og á öörum
vettvangi sýnt festu og einurð. Stöðugt velta
menn fyrir sér bestu nýtingu þeirrar auðlegöar
sem við eigum i sjónum og á hvern hátt hags-
munir sjómanna og annarra hagsmunaaðila
séu best tryggðir. Nýleg dæmi sýna að menn
verða að fylgjast vel með þróun mála á þess-
um vettvangi sþyrja stööugra spurninga og
finna svör. Hver á fiskinn? Erum það við þessir,
mörgu sem höfum af honum atvinnu og byggj-
um lifsafkomu okkar á, eða þeir fáu sem eiga
skipin og stjórna vinnslu aflans i landi?
Hvenær er fiskur verðmæti? Er það meðan
hann syndir i sjónum og ræður sinni för? Eða
er þaö þegar hann hefur farið í gegnum
vinnslusali og er orðinn vara sem hægt er að
selja á erlendum mörkuðum? Þessu verður að
svara. Er hægt að hugsa sér að hver fjórð-
ungur landsins hafi umráð yfir því aflamagni
sem hvert skip innan fjórðungsins hefur áunn-
ið sér i formi kvóta? Ég segi áunnið sér vegna
þess að stjórnun fiskveiða er staöreynd. Er
það viðunandi að útgerðarmenn geti ef þeim
sýnist svo selt skip sín frá einu útvegsplássi til
annars og skilið afkomu fólks eftir í rústum
vegna þess að þeir seldu óveiddan fisk með
skipinu? Hvað skeður ef afli bregst á nýjum út-
gerðarstað þar sem allar vonir voru bundnar
við óveiddan fisk, hver borgar hiö nýkomna
skip? Dæmin sanna hvert sá reikningur hefur
verið sendur, hann höfum við sjómenn greitt.
Einn þáttur í starfi sambandsins hefur verið að
fylgjast með nýjum lagasetningum fyrir útveg
og sjómannastétt, gera tillögur og aðlaga að
nýjum og breyttum timum. i öllum þessum
málum og mörgum fleirum sem ekki gefst tóm
til að ræða hér, þaö verður gert af öörum, hefur
Farmanna- og fiskimannasambandi íslands
farnast vel. Til hamingju með 50 ára afmælið.
Jjlhliða hreinsilögur
SKIPAHREINSIR er alhliða hreinsilögur, meðal annars til notkunar í skipum og
bátum. Lögurinn hentar vel til að hreinsa þilfar, yfirbyggingu, loft, ganga, eldhús
og málaða fleti yfirleitt. SKIPAHREINSIR leysir vel upp olíu og sót og er því
gagnlegur til hvers konar hreingerninga í vélarrúmi. Auk þess er SKIPAHREINSIR
góður til að ná grút úr netum.
UMBOÐSMENN
Karl Kristmanns Vestmannaeyjum ....... sími: 98-1971
Sandfell hf. ísafirði ................ sími: 94-3500
Reynir hf. Blönduósi.................. sími: 95-4400
Valdemar Baldvinsson Akureyri......... sími: 96-21344
Sigurður Fanndal Siglufirði........... sími: 96-71145
Aðalgeir Sigurgeirsson Húsavík........ sími: 96-41510
Sigbjörn Brynjólfsson Egilsstöðum..... sími: 97-1299
Samvinnufélag útgerðarmanna
Neskaupstað...........................sími: 97-7133
Viðar Bjarnason Selfossi ............. sími: 99-1448
Lyngási I Garðabæ, sími: 91-51822