Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Side 82
FFSÍ Árnaö heilla
82 VÍKINGUR
Hinn 2. júní n.k. eru 50 ár liöin frá stofnun Far-
manna- og fiskimannasambands íslands. Frá
öndveröu hefur sambandiö látiö umfjöllun um
öryggismál sjómanna mjög til sín taka og í gild-
andi lögum sambandsins segir m.a. aö það skuli
vinna aö aukinni menntun og auknu öryggi sjó-
farenda.
íslenskt samfélag mun um ófyrirsjáanlega
framtíö byggja afkomu sína sem fyrr aö veruleg-
ur leyti á sjávarútvegi og siglingum, atvinnu-
greinum, og er félagsmönnum Farmanna- og
fiskimannasambands íslands Ijóst aö ábyrgö og
skyldur sambandsins í íslensku þjóöfélagi eru
og veröa miklar.
Miklar breytingar hafa oröiö á öryggismálum
sjómanna á sl. 50 árum. Skipin hafa almennt
stækkaö og sjóhæfni þeirra aukist og aöbún-
aöurbatnaö. Þá hefur lögskipaður björgunar- og
öryggisbúnaöur skipa aukist verulega á þessum
tima. En þó aö slysum á sjó hafi fækkaö er
slysatíðni meöal sjómanna allt of há, og því
nauösynlegt aö leita allra leiöa til þess aö fækka
slysum. Minnumst þess aö sérhvert slys er einu
slysi ofmikiö.
Þrátt fyrir mjög auknar kröfur um öryggisbún-
aö skipa, er þaö vissulega nokkurt áhyggjuefni
aö nokkuö hefur boriö á áhugaleysi meöal yfir-
manna á skipum um aö fara eftir settum reglum,
reglum sem segja má aö séu settar til þess að
styrkja þá og styöja í starfi. Æskilegt væri aö
Farmanna- og fiskimannasamband íslands beitti
sér fyrir auknum áróðri um mikilvægi þess, aö
yfirmenn skipa kynntu sér ávallt fyrirmæli laga
og reglna og þærskyldursem á þeim hvíla. Jafn-
vel mætti hugsa sér aö sambandiö aðstoöaöi viö
fræöslu og kynningu fyrir starfandi yfirmenn um
þetta efni.
Þaö er almennt viöurkennt aö aukin þekking,
fræösla og þjálfun séu grundvallaratriöi í þeirri
viöleitni aö fækka slysum á sjó. Því hlýtur aukin
áhersla á virka framkvæmd þessara þátta, fyrir
yfirmenn skipa og reyndar alla sjómenn, aö vera
eitt helsta viöfangsefni komandi tíma, í baráttu
fyrir auknu öryggi á sjó.
Á undanförnum árum hefur almennur áhugi
fyrir menntun vaxiö mjög í okkar þjóðfélagi. Þaö
er reyndar bæði eölilegt og skiljanlegt í tækni-
væddu þjóðfélagi þar sem hagsæld og framfarir
byggjast fyrst og fremst á aukinni almennri
þekkingu. Á sama tíma og viö höfum horft á
þessa þróun veröa, hefur áhugi fyrir menntun
yfirmanna á skipum jafnvel fariö minnkandi, eins
og fram hefur komiö í dræmri aösókn í sjó-
mannaskólana undanfarin ár.
Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri
Ég mun ekki leitast viö aö skýra þessa þróun
hér, enda veröur þaö ekki gert í stuttu máli, en ef
horft er til framtíöar stafar sjávarútvegi og sigl-
ingum ekki eins mikil hætta af neinu, eins og því,
að ekki fáist til starfa í framtíöinni vel menntaðir
og hæfir starfsmenn. Hiö sama á reyndar viö um
öryggi á sjó.
ilndanfarin 2—3 ár hefur staöiö yfir mikið
endurmenntunarátak fyrir yfirmenn á skipum. Á
þessu tímabili hafa rúmlega 500 reyndir sjó-
menn á fiskiskipum sótt 4—6 mánaöa námskeiö
til aö afla sér atvinnuréttinda. Almennt tel ég aö
þessi námskeið hafi tekist vel og þau hafi aukiö
þekkingu og hæfni þeirra sem þau sóttu og þau
muni þar meö skila verulegum árangri þegar frá
líöur. Nú er þessu átaki aö Ijúka, en þaö leysir
ekki vandann um alla framtíö og því veröa menn
nú aö spyrja sjálfa sig hvaö tekur viö. Veröi ekk-
ert aö gert óttast ég aö lítill áhugi fyrir menntun
yfirmanna á skipum kunni aö leiöa til alvarlegra
vandræöa ísjávarútvegi og siglingum, sem aftur
myndi leiöa til aukins agaleysis og meiri slysa-
tíöni á sjó.
Mín niöurstaöa er því sú, aö á fimmtíu ára
afmæli Farmanna- og fiskimannasambands ís-
lands sé fátt sem skiptir meira máli til aö auka
öryggi sjófarenda en aukin áhersla á menntun
og þjálfun yfirmanna á skipum og ráðstafanir til
aö glæöa áhuga fyrir námi í sjómannafræöum,
þar sem nútímatækni, þ.á.m. fjarskipta- og tölvu-
tækni, er nýtt til hins ítrasta.
Ég óska Farmanna- og fiskimannasamþandi
íslands allra heilla á þessum tímamótum.