Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 124
Höskuldur
Skarphéð-
insson
formaður
Skipstjórafélags
íslands
124 VÍKINGUR
Frá forystunni
Um þessar mundir er Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands fimmtíu ára. í þvi til-
efni hefur þess verið óskað aö við, formenn
félaganna sem mynda sambandið, skrifum
hugleiðingu i Vikinginn um markmið, störf og
árangur af samstarfinu i hálfa öld. Ég vil gjarn-
an reyna að verða við þessum tilmælum, en ég
vil þó taka það fram, að kynni mín af innri mál-
efnum FFSI hafa varað um mjög skamman
tíma ef litið er til upphafsins.
í mínum huga er markmið sambandsins tvi-
þætt. Annars vegar að stuðla að samhyggð og
hvers konar félagslegu samstarfi þeirra stétta
er sjómennsku stunda og hins vegar að veita
sambandsfélögum og aðstandendum þeirra
félagslega þjónustu. Hitt er svo þvi miður stað-
reynd, aö utan samtakanna stendur verulegur
fjöldi sjómanna sem ég tel aö ættu heima þar
vegna sameiginlegra hagsmuna, en sá árang-
ur hefur ekki náðst til þessa að sameina alla
sjómenn undir einu merki.
Hvað varðar fyrri þáttinn sem ég nefndi þá á
ég erfitt með að leggja mat á fyrri störf frum-
herjanna, en hygg þó að oft hafi verið vel unniö
að málefnum sambandsmanna og býsna
margt hafi áunnist gegn þröngsýnum viðsemj-
endum og oft skilningslitlu ríkisvaldi. Á hinu er
mér heldur engin launung að margt er það sem
betur mætti standa i dag og sumt er gjörsam-
lega óþolandi að búa við framvegis.
Á síðustu árum hefur orðið vart nokkurrar
ókyrrðar innan launþegasambandanna sem
hvergi er séö fyrir endann á. Ég tel verulegar
likur á aö sama muni einnig geta átt sér stað
innan FFSI og þvi nauðsyn bera til, fyrr en
seinna, að stokka spilin upp áður en verra
hlýst af. Ég vil vekja athygli á að nú þegar er
fyrirsjáanlegt að tvö farfélög hverfa úr samtök-
unum innan ekki langstíma, sem kemurtil með
að valda röskun á fyrri gerð sambandsins. Þá
vil ég einnig benda á að þótt margt sé enn
óunnið á sameiginlegum vettvangi fiskimanna
og farmanna þá eru það kjörin sem menn lita
til, en mikill munur er á t.d. launakerfi þessara
tveggja hópa. Auk þess sem i langstærsta
aöildarfélaginu, og því sem mest áhrif hefur á
stjórn og stefnu sambandsins, eru félagsmenn
beggja þessara hópa og reyndar er þar þriðji
hópurinn sem vafasamt má telja að hafi fé-
lagslegar forsendur til aö vera innan samtak-
anna.
Ég get ómögulega stungið svo niður penna
að ég láti sem allt sé i stakasta lagi, þvi veru-
legar sprungur hafa myndast hvað varðar
samstarfið innan FFSI siöustu misserin. En um
framhaldið fer auðvitað eftir þvi hvernig á mál-
unum verður haldið.
Hvað varðar síðari þáttinn i starfi FFSI þá
hefur það verið skoðun mín frá fyrstu kynnum
að félagsleg þjónusta sé skipulagslitil, því
innan fjögurraveggja Borgartúns 18 vinnur
hvert félag í sínu horni og fjárfestir í tækjum og
mannahaldi eftir efnum og ástæðum. Eina
samræmda framtakið þar er hinn ágæti síma-
vörður, sem jafnframt sinnir vélritun eftir því
sem friður vinnst til. Af þessu leiðir vitaskuld
að þjónusta við manninn af götunni er mjög til-
viljanakennd, svo að ekki sé dýpra i árinni
tekið.
Ég lét mig einu sinni dreyma um sameigin-
legt skrifstofuhald undir einni stjórn fram-
kvæmda- eða skrifstofustjóra, þar sem félags-
menn gætu komiö með hvers konar vandamál
á hvaða tíma vinnudagsins sem væri og í vissu
þess að fá úrlausn sinna mála. Þar gætu menn
fengið upplýsingar um t.d. launamál og túlkun
kjarasamninga, tryggingamál, lífeyrismál,
öryggismál, skattamál, réttindamál og hvers
konar lögfræðiaðstoð. Hér er ekki um tæmandi
upptalningu að ræða og auðvitað ætti slík
skrifstofa að sjá um rekstur félaganna og sam-
bandsins. Með samræmingu tækja og starfs-
mannahalds eins og hér hefur verið nefnt tel
ég að mætti sérhæfa starfsmenn félaganna
frekar en nú er og fá út virkari þjónustu.
Á þessum timamótum FFSÍ, vil ég lýsa yfir
ánægju með það sem áunnist hefur og þakka
frumherjunum innilega fyrir störf þeirra á liðn-
um árum. Það eru gömul og ný sannindi að fé-
lög verða hvorki betri né verri en þeir félags-
menn eru sem þau mynda. Og hér á hið forn-
kveðna við, að engin keðja verður sterkari en
veikasti hlekkurinn.
1