Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 145
Eins og fyrr segir hafa Slysavarnafélagiö og
Farmanna- og fiskimannasambandiö, auk Sjó-
mannasambands íslands, átt góöa samvinnu um
bessi mál á undanförnum árum. Á sínum tíma
óskuðu þessir aöilar sameiginlega eftir því aö
varðskipiö Þór, sem þá var á sölulista, fengist til
þessa starfs. Þaö náöist fram og heitir skipið nú
Sæbjörg og er þar miöstöö slysavarnaskóla sjó-
manna. Ég vil hér þakka sérstaklega fyrir
margháttaöan stuöning FFSÍ í sambandi viö
þetta mál, m.a. myndarlegt fjárframlag á síöasta
ári. Einnig vil ég ekki láta hjá líöa aö nefna hér
mikilvægan þátt Ingólfs Stefánssonar, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra FFSÍ, í framgangi máls-
ins, bæöi á meöan hann gegndi störfum fram-
kvæmdastjóra og eftir að hann lét af störfum
vegna aldurs.
Um borð í Sæbjörgu eru nú þegar haldin
námskeiö fyrir sjómenn og sjómannsefni og er
þar aöstaöa bæöi fyrir bóklega og verklega
kennslu. Út frá þessari miðstöö fara og leiöbein-
endur skólans út um allt land, en aö þvíer stefnt,
aö skipið geti sem fyrst siglt þannig aö þar veröi
haldin námskeiö i öllum eöa flestum höfnum
landsins. Veröur fyrsta ferö skipsins væntanlega
farin nú meö vorinu. Fjárhagslegur grundvöllur
útgerðar skipsins er hins vegar ekki enn tryggö-
ur, en þaö veröur aö gerast hiö fyrsta. Efast ég
ekki um aö þar muni FFSÍ leggja til góö ráö og
stuöning sem jafnan fyrr.
Á merkisafmælum er ekki aöeins tilefni til aö
rifja upp liðna tíö heldur einnig til aö horfa til
framtíöar og setja sér markmiö. Ég vona aö FFSÍ
muni hér eftir sem hingaö til setja marklö hátt aö
því er varöar öryggismál á sjó. Viö vitum, aö þótt
margt hafi áunnist á þessu sviði þá er enn margt
ógert, og þar er mikilvægt aö sem víötækust og
best samstaöa náist til aö þoka málum fram.
Um leiö og ég óska Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands hjartanlega til hamingju meö
50 ára afmæliö f.h. Slysavarnafélags Islands læt
ég í Ijós von um aö þessi samtök megi enn um
alla framtíö eiga meö sér gott og mikiö samstarf
um öryggismál íslenskrar sjómannastéttar.
Á merkum tímamótum í sögu Farmanna- og
fiskimannasambands íslands eru því færöar hátíöar-
kveöjur og ósk um aö því megi auönast hér eftir sem
hingaö til aö starfa félögum um og fjölskyldum þeirra
er árnaö heilla um alla framtíö.
Vélstjórafélag
Vestmannaeyja