Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 162
Halldór
Hallgrímsson
formaður
Skipstjórafélags
Norðlendinga
Fra forystunni
Á merkum tímamótum í sögu Farmanna- og
fiskimannasambands Islands er ekki úr vegi
að lita yfir farinn veg, staldra við í nútið og
horfa ögn til framtíðar.
Skipstjórafélag Norðlendinga gerðist aðili
að FFSI árið 1939, en hafði þá starfað sem
sjálfstætt félag skipstjórnarmanna frá árinu
1918, oftast af miklum krafti, svo sem fundar-
gerðabækurfélagsins vitna um.
Þaö var því forustumönnum félagsins á þeim
tima verulegt umhugsunarefni hvort félagið
ætti að gerast aðili að FFSÍ og sýndist þar sitt
hverjum. Hjá mörgum kom fram sá ótti að frá
félaginu myndu hverfa mörg þeirra mála, er
þarist hafði verið fyrir, og afleiðingin yrði doði
og framtaksleysi i starfsemi félagsins. Þá má
telja fullvist að innganga Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar i Reykjavík i FFSI
hafi haft þar nokkur áhrif en góð samvinna
hafði verið milli þessara félaga i ýmsum hags-
muna- og öryggismálum.
Nú 50 árum siðar má fullyrða að rétt skref
hafi verið stigið með inngöngu i FFSÍ, enda
hefur samtakamátturinn og sú festa, sem oftar
en ekki hefur einkennt störf FFSÍ, komið aðild-
arfélögunum til góða fyrr en ella og má þar
nefna landhelgismál, lifeyris- og kjaramál og
siðast en ekki sist ýmsar umbætur í öryggis-
málum sjómanna.
Hálf öld er ekki langur tími i aldanna rás. En
á þessu tímabili hefur orðið mikil bylting á öll-
um sviðum þjóðlífsins, þar á meðal í starfsemi
stéttarfélaganna. Þar hefur atvinnumennska í
mörgum tilvikum tekið við áhugamennskunni.
Þvi gefur auga leið að álag á kjörna forystu-
menn sambandsins, sem oft koma úr röðum
starfandi sjómanna, er mikið og má undrun
sæta hversu mikið starf þeir vinna jafnhliða
skyldustörfum á sjó. En þó er Ijóst að tengsl
þeirra við starfsbræður á sjónum eru sam-
bandinu afar mikilvæg.
Á formannaráðstefnunni, sem haldin var á
Akureyri á liönu hausti, voru m.a. til umræðu
skipulagsmál sambandsins og verða þau
væntanlega til ítarlegri umfjöllunar á næsta
þingi og vonandi veröur sú stefna tekin, sem
verður sambandinu til framdráttar og heilla
næstu hálfu öldina.
Skipstjórafélag Norðlendinga óskar afmæl-
isbarninu til hamingju og óskar því heilla á
komandi árum.
162 VIKINGUR