Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Síða 181
Islenskir vitar
ans haft eftirlit meö vitunum
viö Faxaflóa en hinir fáu vitar
annarsstaðar á landinu voru
undir eftirliti viökomandi
sýslumanna. Nú var eftirlitið
falið landsverkfræðingi, Th.
Krabbe, sem næstu 28 ár
stjórnaði byggingu og rekstri
allra vitanna og frá 1918 sem
vitamálastjóri.
10.
Hin mikla þróun, sem hófst
um 1910, var ekki sizt að
þakka tilkomu hins sænska
„Gasaccumulatorkerfis" fyrir
vitalýsingar, með notkun Dis-
ogas (Acetylengas uppleyst i
Aceton undir þrýstingi, á stál-
flöskum), í tengslum við sjálf-
virk leifturtæki, sem leyfðu
fjölda möguleika á gerð Ijós-
búnaðar og tilbrigðum lýsing-
ar.
H.V. Ravn, vitamálastjóri
Danmerkur, benti á að þessi
búnaður hentaði strjálbýlu,
fátæku landi sem íslandi,
vegna einfaldleika og auö-
veldrar gæzlu, sem færöi
rekstrarkostnaðinn i lágmark,
skoðun, sem reynslan sann-
aði. Meö opnu brennurunum,
sem tíðkuðust fyrstu árin, var
komið upp röð lítilla vita á alla
mikilvægustu staðina án of
mikils kostnaðar. Það var frá
upphafi lagt kapp á að koma
upp sem flestum meðalstór-
um vitum til þess að auka
ekki rekstrarkostnaðinn um
of, eins og fyrsta flokks vitar
gera alltaf. Og stefnan var
ætíð að auka sem mest Ijós-
styrk'mikilvægustu vitanna,
án þess að kosta of miklu til.
11.
Fyrstu vitar af þessari gerð
voru smá vitaljós á Reykja-
nesi og Öndverðarnesi við
innsiglinguna á Breiðafjörð,
að sunnna. Það voru „stólpa-
ljós“ eða stólpavitar, járn-
stólpi með viðfestum 2—3
gashylkjum, festum með
baulum, og ofan á honum
Ijósker með lýsingartæki og
linsu. Þeir voru settir upp
1909, hinn fyrsti til þess að
bæta úr dimmu horni í suð-
austurfrá Reykjanesvitanum,
þar sem hæðardrag skyggir á
Ijósið í þeirri átt. Hinn sem
skyndilausn á hinu lága nesi,
þar sem skipin eiga að
beygja inn i bugtina sunnan-
frá. Þeir reyndust vel en voru
frumstæðir og nokkuð erfiðir i
gæzlu i stormi og frosti. Þess
vegna voru þar reistir þriggja
metra háir vitastólpar og
Ijóshjálmar og settur Ijós-
hjálmur þar sem vitaverðir
gátu verið inni og sinnt lýs-
ingarbúnaöinum. Gamli lýs-
ingarbúnaðurinn var notaður.
12.
Árið 1910 kom fyrsta stóra
gastækið og var það sett i
Dyrhólaeyjarvitann. Hann var
valinn sem aðal-landtökuvit-
inn fyrir Suður- og Vestur-
land. Hann stendur fyrir opnu
hafi og sjóleiðin er hrein allt
að ströndinni. Ljósstyrkurinn
var fyrst 2000 Hefner-kerti,
en var síðar aukinn i 3000.
Sama ár var sett upp á
Langanesi Ijósker af sömu
gerð og hin tvö fyrstu á
Reykjanesi og Öndveröar-
nesi en ögn stærri. Á Langa-
nesi var endurnýjaö áriö
1914 á sama hátt og gert var
við Breiðafjörð.
Við þessa vita voru ekki
byggð nein íbúðarhús, þeirra
var gætt frá næstu bæjum og
reyndist það vel. Með þvi að
fjölga vitum af þessari gerð,
Talið frá vinstri: Garð-
skagaviti, byggöur
1913, Rifsviti frá 1912
og vitinn á Siglunesi frá
1912.
VÍKINGUR 181