Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Síða 184
Islenskir vitar
ingarbúnaöur meö olíulampa
en þar hafði áöur verið lukt til
leiöbeiningar. Sama ár var
Akranesviti byggöur, þar sem
reynd var ný gerö gasljósa
með glóðarneti og gaf þessi
búnaður betra Ijós og skær-
ara með sömu gaseyðslu og
eldri gerðir. Samskonar lýs-
ingartæki var sett i Gróttuvit-
ann þar sem auðvelt var að
fylgjast með því hvernig þaö
reyndist. Þetta sama ár var
einnig sett upp þokulúðurs-
stöð á Dalatanga.
Áfram héldu framkvæmd-
irnar og 1919 voru byggðir
vitar á Straumnesi, sem var
20 metra hár járnturn meö
gaslýsingartækjum. Þetta ár
var Selvogsviti einnig reistur.
Áriö 1920 komu Galtarviti við
Súgandafjörö, Svalvogaviti
við Arnarfjörö og vitar i Hris-
ey, á Hjalteyri og Svalbarðs-
eyri allir við Eyjafjörð. 1921
voru reistir vitar á Gjögri við
Húnaflóa og Sandgerði á
Reykjanesi, með Dalin-gas-
Ijósum. Auk þess voru gömlu
oliuljósavitarnir á Arnarnesi
og Elliðaey á Vesturlandi um-
byggðir og búnir Dalín-gas-
tækjum. Suð-austurströndin
var vörðuö áriö 1923 með
fjórum öflugum vitum, á
Kambanesi, Streitishorni,
Papey og Stokksnesi, búnum
Dalín-gasljósum, og fjórum
minni vitum búnum oliuljós-
um, á Karlsstaðatanga,
Æðarsteini og Hvanney auk
lítils gasvita i Hrómundarey.
Þá var einnig byggður leiðar-
viti á Vatnsnesi við Keflavik.
15.
Efnahagserfiðleikarnir á
árunum 1923—1925 komu
harkalega niður á vitamálun-
um og voru þá engar nýbygg-
ingar leyfðar og erfitt með
rekstur vitanna og viðhald.
En 1926 voru leyfðir vitar i
Vestmannaeyjum, á Stafnesi,
Krossanesi, Höskuldsey og
Klofningi við Breiðafjörð. Auk
þess voru sett gastæki í
Siglunesvitann i stað gamla
oliuljóssins frá Reykjanesvit-
anum. Nú var einnig hafist
handa um að endurnýja Dyr-
hólaeyjarvitann frá 1910,
sem hafði án truflunar sent
100.000.000 leiftur með
sama búnaöi á sextán árum.
Stórhöföaviti frá 1934
er til vinstri en hægra-
megin er vitinn á Glett-
inganesi, sem var reist-
ur1931.
184 VÍKINGUR
Þörf var á meira Ijósmagni og
var nýi vitinn búinn snúnings-
linsu, 1 metra að þvermáli, og
gaslýsingartæki, sem sendi
leiftur 10. hverja sekúndu
með 330.000 Hefnarkerta
Ijósstyrk. Þetta var 110 sinn-
um meiri Ijósstyrkur en vitinn
frá 1910 hafði. Kveikt var á
nýja Dyrhólaeyjarvitanum 14.
okt. 1927 og var hann þá
lang skærasti viti landsins.
Radióviti var settur þar upp
1928. Árið 1927 var einnig
reistur viti á Hópsnesi við
Grindavik og fyrstu Ijós- og
flautubauju landsins lagt við
innsiglinguna til Hafnarfjarð-
ar. 1929 héldu framkvæmd-
irnar áfram við vitana á Tjör-
nesi, Rauðanúpi og Alviðru-
hömrum. Hornbjargsviti var
byggöur 1930 og árið eftir
voru byggðir vitar á Raufar-
hafnarhöfða og Glettinga-
nesi.
16.
Næsta ár var eingöngu
unnið aö endurbótum eldri
vita en 1933 var hafist handa
um byggingu Ijós- og hljóð-