Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 204
Steingrímur
Þorvaidsson
formaður
Ægis
204 VÍKINGUR
Frá forystunni
Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Ægir var
stofnaö föstudaginn 4. desember 1925. Stofn-
endur voru 37 og allir starfandi sjómenn á tog-
urum, skipstjórar og 1. stýrimenn.
I lögum félagsins voru ákvæöi um aö ein-
ungis starfandi sjómenn væru félagar, ef þeir
hættu sjómennsku væru þeir þar meö gengnir
úrfélaginu.
Á fundi i Ægi 29. nóvemþer 1935 var lesið
upp bréf frá Skipstjóra- og stýrimannafélagi
Reykjavíkur um stofnun landssambands yfir-
mannafélaga á íslenskum skipum. Á næsta
fundi 19. des. 1935 var mál þetta enn til um-
ræöu. Þá var meðal annars rætt um hvort þetta
samband ætti aö vera pólitiskt og hvort menn
meö svokölluð „pungapróf“ yröu meö i þessu
samþandi. Loks var samþykkt tillaga um aö
eiga aöild aö þessu samþandi. Stjórninni var
svo falið aö annast um máliö.
Á fundi i Ægi 10. des. 1936 var lesiö upp bréf
frá Félagi islenskra loftskeytamanna þess
efnis, aö vinna aö þvi aö fá viðurkenndan
sérstakan sjómannadag, sem haldinn skyldi
hátíölegur árlega, til aö heiöra minningu
drukknaðra sjómanna og gangast fyrir söfnun
til aö reisa þeim minnisvaröa. Var stjórninni
faliö aö ganga frá þessu máli.
Á fundi var skýrt frá stofnun Farmannasam-
bands islands.
Á fundi í Ægi 11. des. 1937 var lesið upp bréf
frá Farmanna og fiskimannasambandi Islands
um hleðslu fiskiskipa og þá sérstaklega á síld-
veiðum. Einnig voru lesin upp tvö önnur bréf frá
Farmanna-og fiskimannasambandi islands.
Annaö bréfiö var um hvar heppilegast væri aö
reisa miöurnarstöövar til öryggis fyrir sjófar-
endur. i hinu bréfinu var farið fram á aö sam-
bandið fengi uppgefna launataxta félagsmann
og ef engir væru til, lágmarkskröfur væntan-
legra samninga.
Á fundi i Ægi 17. mars 1938 var talsvert rætt
um svokallaðan Sjómannadag sem þá átti aö
halda hátiðlegan á næsta sumri. Rætt var um
þátttöku í hópgöngu og útvarpsumræðum í
sambandi viö þennan fyrsta Sjómannadag. Þá
var rætt um hvort ganga ætti undir fána Öld-
unnar, var þaö fellt, en samþykkt aö Ægir kæmi
sér upp félagsfána. Á fundi 4. júni 1938 var
fáninn tilbúinn og vígður á þeim fundi.
Á fundi 1. júli 1941 þarst þréf frá Farmanna-
og fiskimannasambandi íslands. Farið er fram
á aö gjöld frá Ægi til sambandsins hækki úr kr.
3.00 í kr. 5.00 fyrir hvern félaga, tillagan var
samþykkt. Þá var einnig samþykkt aö Ægir
greiddi kr. 5.00 fyrir hvern félaga til styrktar
Sjómannablaöinu Víkingi. Einnig var samþykkt
að félagið færöi Sjómannablaðinu Vikingi kr.
500.00 aö gjöf.
Á fundi i Ægi 1. júli 1942 las formaöur upp
bréf frá FFSI. Efni bréfsins: Hvort sambandið
eöa sjómannasamtökin ættu aö beita sér fyrir
framboöslista til Alþingiskosninga.
Á fund i Ægi 19. sept. 1943 bárust tvö bréf
frá FFSI. Annað bréfiö var um kosningu
tveggja fulltrúa á næsta þing FFSÍ en hitt var
um vinnuvernd og var Skipstjóra- og stýri-
mannafélagiö Ægir beðið aö svara þvi bréfi.
Á fundi i Ægi 23. júní 1947 var loks slitið öllu
sambandi við Öldunna, með þar tilheyrandi
lagabreytingum á lögum Ægis. — Á fundi i Ægi
8. febr. 1948 upplýsti formaður Ægis aö stjórn
FFSÍ heföi ekki viljaö viðurkenna Ægi sem fé-
laga i FFSÍ eftir félagsslitin viö Ölduna og
óskaöi þaö eftir upptökubeiðni, ásamt lögum
og félagsskrám. Aö þessum skilyröum upp-
fylltum kvaö stjórn FFSI Ægi velkominn i sam-
bandið.
Og ennþá er lesið upp bréf frá FFSI á fundi í
Ægi, sem haldinn var 27. desember 1948. Þar
er fundið aö framkomu rikisstjórnarinnar viö-
vikjandi samningum um smíöi 10 nýrra togara í
Bretlandi, þar sem enginn togaraskipstjóri og
enginn vélstjóri voru haföir meö i ráöum.
Þaö sést á þessu yfirlit, sem tekið er úr
fundargerðarbók Ægis, að FFSÍ hefur látið
talsvert aö sér kveöa og mörgu merkilegu máli
hreyft.
Sigurjón Einarsson skipstjóri og siðar for-
stjóri Hrafnistu i Reykjavík baröist lengi haröri
baráttu fyrir aö lögskráö væri á fiskiskip, eins
og gert er ráö fyrir í lögum, og aö undanþágur
til vélstjóra og skipstjórnarmanna væru sem
allra mest takmarkaöar. Sigurjón var lengi full-
trúi Ægis i stjórn FFSI og hans barátta fyrir
þessum málum var háö á vettvangi FFSI. Viöa i
verstöðvum var næstum hætt aö lögskrá á
fiskiskip og ef réttindamenn vantaöi, skip-
stjóra, stýrimann eöa vélstjóra, var auövelt hjá
útgerðarmönnum aö útvega próflausum mönn-
um réttindi hjá viðkomandi stjórnvöldum, án
þess aö til væru kvaddir menn með þekkingu á
þessum málum. Á tímabili var FFSI meö
þriggja manna nefnd, sem átti aö meta þessar
umsóknir. Það má því segja að FFSI hafi á
undanförnum árum látiö ýmis mál sjómanna-
stéttarinnar til sín taka. Þessar tilvitnanir eru
teknar úr fundargjörðabók Ægis og verður ekki
lengra haldiö á þeirri braut. Aö lokum óska
ég FFSI velfarnaðar á komandi árum.