Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 206
Kaupuppbót vegna
Skattfríðindi
Harald
Holsvik
framkvæmdastjóri
FFSÍ
...harmar hve lítill
rausnarskapur sé
fólginn íþessum
úrbótum...
206 VÍKINGUR
Fyrir um 30 árum siðan munu skattfríðindi sjómanna hafa verið í nokkrum
brennidepli og um þau staðið nokkur styrr.
Um þetta vitnar grein í Sjómannablaðinu Víkingi, í apríl 1957 og síðar, eftir
Þorkel Sigurðsson vélstjóra.
í grein aprílblaösins kemur m.a. fram að um áramótin 1951 hafi reynst auðvelt
að manna fiskiskip landsins, þar sem hagnaðarvon hafi verið góð og einnig hafi
verið reynt af opinberum aðilum að færa gjaldmiðil þjóðarinnar að raunveruleik-
anum og með því að tryggja til muna betri afkomu sjávarútvegs á þessum árum.
Svo fór, aö tímabilið
1951-1957 varð sjómönnum
í heild til mikilla vonbrigða
sem ásamt aflabresti leiddi
ástandið í þá átt að þjóðar-
voði varyfirvofandi.
í greinum Þorkels og fleiri
þjóðkunnra manna frá þess-
um tíma er einnig getið um
hve erfitt hafi verið að manna
skipin íslenskum áhöfnum,
þegar hér var komið. Hafi af
þessum sökum mikið verið
leitað til frænda okkar Fær-
eyinga. Til að breyta þessu
ástandi, þ.e. að við yrðum
síður háðir erlendu vinnuafli,
urðu menn sammála um að
ástandið myndi vart breytast,
nema til kæmi aukin hagnað-
arvon fyrir islenska sjómenn.
Tillaga Þorkels um
skattfríðindi.
Frádráttur frá tekjum
1.500 kr. á mann.
i áðumefndri grein er lagt til
að frádráttur til þeirra sem
hafa sjómennsku að aðal-
starfi, geti numiö samtals um
18.000 kr. á ári. Um þetta eru
svo sýnd 5 dæmi, sem leiða í
Ijós að samkvæmt þeim eru
hugmyndir greinarhöfundar á
þann veg að frádráttur geti
orðið um 18-36% af tekjum.
Er fyrst og fremst þent á
þessar kjarabætur til sjó-
manna, til að iþyngja ekki um
of útveginum, þ.e.a.s. rekstr-
arafkomu fyrirtækjanna.
Fram kemur einnig að
þessi mál voru rædd á þing-
um F.F.S.Í. 1953 og 1955 en
undirtektir Alþingis voru þá
vægast sagt mjög dræmar.
Þess er einnig getið að lagt
hafi verið fram frumvarp á
Alþingi um frádrátt 500 kr. á
mán. fyrir alla en auka 500 kr.
fyrir undirmenn.
Þorkell harmar hve lítill
rausnarskapur sé fólginn i
þessum úrbótum en fagnar
þó móttökum Alþingis á mál-
efninu. Honum finnst þó eng-
in ástæða til mismunar milli
undirmanna og yfirmanna.
Þorkell heldur svo áfram
skrifum sínum i næsta tbl.
Víkingsins og ræðir þar um
hvernig hugsanlega sé hægt
að verölauna aflamenn. Eftir-
farandi birtist hér orðrétt:
„Nú er svo komiö aö þegar
laun fara yfir kr. 100.000, þá
fara af hverju þúsundi sem er
fram yfir þá upphæö 650 kr. í
skatta- og útsvarshítina, upp
aö 130.000 kr. en 700 kr. af
hverju þúsundi sem er fram
yfir þaö.
Nú er þaö svo aö mestur
hluti launanna er prósentur af
afla, þaö þýöir aö aflasælustu
fiskimennirnir, sem kannski
skila hálfu eöa allt aö tvöföldu
aflamagni á viö aöra, eru ef til
vill á miöjum veiöitímanum
komnir þaö hátt í launum aö
7/10 hlutar launanna lenda í
skatta- og útsvarshítinni, ef
þeirhalda áfram vinnu sinni“.
Hann bendir siðar á tvær
leiðirtil úrbóta:
„1) Til að tryggja eftir-
spurn ísl. manna eftir
skipsrúmum verði veitt
minnst 1500 kr. frá-
drag á mánuði frá
skattskyldum tekjum
við álagningu útsvars
og tekjuskatts.
2) Ennfremur verði, sem
sérstök verðlaun
afreksmanna eða afla-
manna veitt auka-
hlunnindi á öll laun yfir
100.000 kr. þannig að
ekki verði tekin hærri
hundraðshluti fyrir
ofan þetta mark en
sem tekið er af hverju
þúsundi á milli 30 og
40.000 eða um 170 kr.
af þúsundi samtals“.
Þorkell stingur aftur niður
penna i októberblaði Víkings-
ins 1957 undir fyrirsögninni.
16. millj. kr. í launagr. í erl.
gjaldeyri, notaöar í innflutning,
myndu gefa 46 millj. kr. tekjur
í tolla og fleira.
Er þá búið að leiðrétta
mismun þann sem fram haföi
komið, þ.e. 500 + 500 kr. fyrir
undirmenn, og fallist á það að
ein upphæð skyldi gilda um
alla og heildarfrádrag skyldi
vera 1.000 kr..
Hann visar einnig til
skýrslu Fiskifélags islands,
um að meðalfjöldi ísl. sjó-
manna á fiskiskipum yfir 12
brl. árið 1955 hafi verið um
3.333 menn.
Ein aðalástæðan fyrir
skattfríðindum sjómanna