Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 216
'1
FRívAKnn
Niióirihi iiokhra?
Uan, nei, héf bf/r lögfrn'ðinffUr.
Þtiö var lakara. Var nokkuð tekið af jiér?
Frívakt
frá
fyrri
tíð
Frívaktin er aöeins
einu blaði yngri en
Víkingurinn, sem nú
er komin á 49. ár.
Hér eru nokkur sýni
af fyndni í áranna
rás.
216 VÍKINGUR
1944
Kvikmyndaleikkonan May
West, ferðaðist mikiö á reið-
hjóli. Eitt sinn datt hún af hjól-
inu, sveitapiltur hjálpaði
henni til að risa á fætur og
leiddi hana inn i verslun þar
hjá, ætlaði hann siðan að
reisa hjólið upp, en fékk það
ekki til aö standa. Fór hann
þá til leikkonunnar og sagöi
að hjólið gæti ekki staðið. Og
þú gætir ekki staðið heldur,
ef þú værir þúinn að vera á
milli fóta minna i allan dag,
sagði May West, hvergi
smeik.
1946
Auglýsingar
Þrír hundar eru í óskilum hjá
lögreglunni. Ef eigendur gefa
sig ekki fram innan viku, veröa
þeir tafarlaust skotnir.
Ágætt, þurrt timbur er til
sölu hjá Páli Pálssyni, sem
legiö hefur upp á þurklofti og
þornaö íallan vetur.
1948
Eiginmaðurinn (argur): —
Fróðlegt þætti mér að vita,
hvers vegna skaparinn gerði
ykkur konurnar eins og þið
eruð —fallegar, en heimskar.
Konan:„Það skal ég segja
þér, væni minn. Guö skaþaöi
okkur fallegar til þess að
karlmennirnir gætu elskað
okkur, og heimskar til þess
að viö gætum eiskað þá“.
1954
Ef þú ert einn af þeim, sem
finnst lífiö hafi leikiö þig illa, og
lítiö lánsamur veriö, þá skaltu
hugsa til aumingja Jack gamla
frá Texas. Hann var allt sitt líf
aö grafa fyrir olíu sem hann
aldrei fann. Loks dó hann
beygöur og bláfátækur. Skyld-
menni hans auruöu saman fyr-
ir ómerkilegum grafreit en
þegar grafararnir stungu
fyrstu skófluna, gaus olía upp
og var straumurinn nærri
búinn aö skola kistugarminum
meö sér.
1956
Hin dimma rödd hljóðvitans.
Hinn sænski vitavörður, er
„fann upp“ hljóðvitann komst
af tilviljun að þvi, að dimmt
hljóð heyrðist best, á þann
hátt, að eitt sinn er hann í
þoku var á leið heim til sín frá
vitanum, sem lá allfjarri ibúð-
arhúsinu, og heyrði að ung
dóttir hans var að spila á
orgel, og tók þá eftir þvi, að
bassinn heyrðist greinilega,
er hærri raddirnar heyrðust
alls ekki.
1958
Evita Peron, sem gift var
Peron fyrrverandi Argentínu-
forseta, haföi mjög gaman af
því aö berast mikiö á í klæöa-
buröi og skarti. í einni veislu
var hún í kjól flegnum niöur á
brjóst, en um hálsinn bar hún
mikla festi, og viö hana hékk
kross perlusettur niöur á milli
brjóstanna. Til vinstri handar
henni viö boröhaldiö satprest-
ur einn, og varö honum star-
sýnt á hina glæsilegu konu.
— Eruö þér aö dáöst aö kross-
inum mínum? spuröi Evita
Peron prestinn.
— Nei, heiöarlega mælt þá
er þaö ekki krossinn, sem ég
er aö horfa á, heldur hinir tveir
ræningjar sitt hvorum meiginn
viö hann, sagöi presturinn.
1961
Húsbóndinn var með konu
og börn í biltúr, nýlagður af
stað i sumarferðalagið. Eftir
að hann var búinn að keyra
góða stund úti á þjóðvegin-
um, hrópaði yngsti fjölskyldu-
meðlimurinn, er sat i aftur-
sæti:
„Heyrðu pabbi, hver sagði
þér hvernig þú ættir að keyra
bil, áður en þú giftist
mömmu!“
1963
Lási vann um tíma í eldhús-
inu á Hótel Heklu. Stelpurnar,
sem unnu meö honum þar,
voru oft aö hrekkja Lása, og
meöal annars aö klípa hann.
Eitt sinn er forstööukonan
gekk framhjá, vindur Lási sér
aö henni og segir: „Hvaö
munduö þér gera frú Margrét,
ef alltaf væri veriö aö klípa
sjálfir?