Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Side 222
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING
Míðs\á
Bretland. Argentína og Bretland þrefa áfram
um Falklandseyjar. Báöar þjóöirnar hafa til-
kynnt hvaöa skilyrði útlend skiþ þurfi aö full-
nægja til aö fá veiðiheimild innan fiskveiðilög-
sögu eyjann. Bretland hefur sett 150 sjómilna
fiskveiðilögsögu umhverfis eyjarnar, en
Argentína 200. Aðalvandi þeirra útgeröar-
manna sem vilja sækja um veiöiheimildir er til
hvorrar þjóöarinnar á aö leita. Fullyrt er aö for-
sætisráðherra Spánar muni ekki sækja um
veiðiheimildir til Breta. Forstjóri Soviet Latin
American Institute hefur látiö hafa eftir sér aö
Sovétríkin muni ekki kaupa veiðiheimildir af
Bretum, þvi aö þaö feli i sér viöurkenningu á
yfirráðum Breta á eyjunum. Sækja þá Sþán-
verjar og Rússar um veiðiheimildir til Argen-
tínu? Dagblað í London ræöir möguleika á því
aö Bretar afsali sér yfirráöum yfir Falklands-
eyjum, en þangaö til eru fiskiskip sem nú veiöa
við eyjarnar og fá að sögn mikinn afla i ansi
slæmri stöðu.
Sovétríkin. Rússneska fréttastofan Tass
skýrir frá því aö meira en 5000 tegundir
fiskmetis séu framleiddar i Sovétríkjunum.
Áætlanir gera ráö fyrir aö framleiösla á fiskaf-
uröum þar i landi nemi 5,6 milljónum tonna áriö
1990. Til að ná þessu marki veröa 500
vinnslulinur settar upp um borö i skip og i land.
Mikil áhersla er nú lögö á að byggja upp of-
veidda stofna. Kyrrahafslax frá Austurlöndum
fjær, sem sleppt hefur veriö í Barentshafi og
tímgast vel þar, breiöist nú út um noröanvert
Atlantshaf Stofn hvitustyrjunnar i Kaspiahafi
hefur nú aftur náö þeirri stærö sem hann haföi
um siðustu aldamót. Meira en 160 eldisstööv-
ar framleiða milljónir af laxa- og styrjuseiðum
og seiöum annarra nytjafiska sem sleppt er i
sjó og vötn Rússlands.
222 VÍKINGUR
Noregur. Norskir fiskimenn hafa óskaö eftir
nýju samkomulagi við Evrópubandalagið. Þótt
þeir séu enn þá á móti aðild Noregs hefur aöild
Spánar og Portúgals aö bandalaginu valdiö
erfiðleikum þar sem bæði þessi lönd eru stór
markaðslönd fyrir norskan sjávarútveg. Tollar
Bandalagsins á niðursuðuvörur hefur aö
mestu stöðvað útflutning Norðmanna á
þennan markaö. Eftir að Sþánn og Portúgal
gengu í bandalagið er þessi iönaöur Norð-
manna i hættu. Suður-Afrika er annar stór
markaöur fyrir norskar sjávarafurðir og viö-
skiptabann veldur sjávarútvegnum erfiöleik-
um. Bandaríkjamarkaóur er nú helsti markaöur
Norömanna fyrir niðursuðuvörur úr fiskmeti og
hafa um 60 % þessarar vöru lent þar. Norö-
menn verja nú miklum peningum í að auka
markaöshlutdeil sína þar. Liöur i því átaki er aö
finna nýjar umbúðir og nýja framleiðsluafurð úr
eldisfiski. Laxa-pate er afurð sem talin er likleg
til vinsælda á Bandarikjamarkaöi.
Chile. Til súrimiframleiðslu er makrill frá Chile
talin komast næst Alaskaufsa aö þvi er vís-
indamenn viö Nippon Suisan segja. Helsti
kostur viö þennan makríl er hve stofnstærð
hans er mikil. Árleg veiði er um 2 000 000
tonna. Makrillinn er einnig auöveldur i vinnslu,
er aö meöaltali rúmt kílógramm aö þyngd auk
þess sem fiskholdið er talið hæfa vel þessari
framleiðsluaðferð jafnvel þótt fiskurinn hafi
legið i is allt að sólarhring. Eini ókosturinn er
liturinn, þaö er ekki hægt að fá úr þessum
makríl hvítt súrimi eins og úr Alaskaufsa.
Nýja-Sjáland. Svonefndur smokkborgari
„squidburger" er upprunnin í Nýja-Sjálandi.
Fyrirtækiö Wanganui Trawlers hefur meö sér-
stakri aðferð sem haldiö er leyndri tekist aö
mýkja smokkholdið og framleiða aö þvi er
fregnir herma afurð sem gæti oröiö McDon-
alds-réttur. Eftir aö smokkholdiö er orðið mjúkt
er þaö hakkað og bragöbætt meö öörum fiski.
Siöan er bindiefnum bætt út í hakkið og
smokkborgarinn er tilbúinn á pönnuna, í ör-
bylgjuofninn eða á grilliö. Smokkborgari hefur
veriö á markaöi á Nýja-Sjálandi i nokkra mán-
uöi og fengið frábærar viötökur. Eins og er, er
þessi afurð sett á markaö undir vörumerkinu
Trident. Wanganui Trawlers setur alla sina
framleiðslu í dósir og nýtir allan þann smokk
sem fyrirtækinu tekst að afla á þennan hátt og
hefur ekki undan, því aö eftirspurn er mikil. ’l
Norður-Ameríku er mikil eftir spurn eftir
Trident sem á þar i samkepþni viö smokk frá
Argentínu.
Perú. Ríkisfyrirtækið Pescaperu sem framleið-
ir fiskimjöl hefur gert vöruskiptasamning viö
rikisfyrirtækíð Ceroil í Kina. Perú selur 50 000
tonn af fiskimjöli til Kína fyrir 100 000 tonn af
hrísgrjónum og greiðslu i reiöufé sem nemur
50 milljónum króna. Fyrsti farmurinn átt aö
fara frá Perú i des. 1986 en fyrsti farmurinn af
hrisgrjónum átti aö koma til Perú i febrúar s.L
Þetta er fyrsti vöruskiptasamningurinn sem
kemur til framkvæmda af þeim vöruskipta-
samningum sem Perú hefur gert viö kommún-
istaríki. Sagt er aö samningar af þessu tæi við
Tékkóslóvakíu og Sovétrikin fylgi á eftir.